Fleiri fréttir Rjúpnaskyttu leitað Björgunarsveitir í Árnessýslu leita nú rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið frá því um hádegi. Maðurinn var að veiðum í Laxárdal ásamt þremur öðrum. Þeir fóru hver í sína áttina en höfðu sammælst um að hittast aftur við bíl sinn á hádegi. Þegar hann skilaði sér ekki hófu félagar hans leit að honum, en um þrjú leitið höfðu þeir samband við lögreglu sem kallaði út björgunarsveitir úr Árnessýslu. Um tíma leitaði þyrla landhelgisgæslunnar mannsins, en nú leita hans um fimmtíu björgunarsveitarmenn með sporhunda. Veður á svæðinu er stillt, en töluvert kalt. 29.11.2008 17:47 Um fjögur þúsund á mótmælafundi Um fjögur þúsund manns eru nú á mótmælafundi á Austurvelli þar sem krafist er afsagnar stjórnar Seðlabankans og kosninga til Alþingis. Ræðumenn dagsins eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Stefán Jónsson leikari og Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi. Nokkuð kalt er í höfuðborginni og spurning hvort það hafi áhrif á mætinguna í dag, en undanfarna tvo laugardaga hafa um sex til sjö þúsund manns mætt á fundina. 29.11.2008 15:39 Áttundu mótmælin í dag Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær. 29.11.2008 12:17 Vilja öll gögn um Icesave áður en afstaða er tekin til láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Ríkisstjórnin verður að leggja fram öll gögn og upplýsingar varðandi Icesave deiluna áður en Alþingi tekur afstöðu til fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í bréfi þriggja þingmanna Vinstri grænna til forsætisráðherra. 29.11.2008 12:12 Gjaldeyrishöftin munu skaða íslenskt efnahagslíf Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aflétta ekki gjaldeyrishöftum þegar krónan verður sett á flot mun skaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann telur að þær aðgerðir sem nú á að fara í séu síst til þess fallnar að endurvekja traust á íslensku fjármálakerfi. 29.11.2008 11:56 Skíðasvæðin á norðurlandi opin í dag Norðlendingar ættu að geta skellt sér á skíði í dag. Skíðasvæðið í Tindastóli er opið til klukkan fimm í dag. Mikið hefur snjóað síðustu daga og því gott skíðafæri. Gestir ættu þó að búa sig vel því að sjö gráðu frost er á svæðinu. Þá er skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan ellefu til fimm í dag og skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til fjögur. 29.11.2008 10:14 Jólaljósin tendruð á Miðbakka Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar. 29.11.2008 10:03 Egyptar vilja hjóla í sjóræningja Stjórnvöld í Egyptalandi segjast reiðubúin til þess að fara með hervaldi gegn sjóræningjum sem hafa hertekið tugi skipa undan ströndum Eþíópíu á árinu. 29.11.2008 10:00 Nóttin tíðindalítil hjá lögreglu Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Tveir þeirra enduðu för sína á ljósastaur, annar á Sæbraut við Kirkjusand, og hinn í Austurstræti. Ökumenn sakaði ekki. Þá var tilkynnt um eina líkamsárás þegar manni var hrint í leigubílaröðinni í Austurstræti. Nóttin var að öðru leiti tíðindalítil í Reykjavík. 29.11.2008 09:59 Umsátinu um Taj Mahal loks lokið Umsátrið um hið fornfræga hótel Taj Mahal í Múmbai á Indlandi er loks á enda. Víkingasveit indverska hersins sem kallast Svörtu kettirnir fóru herbergi úr herbergi á hótelinu til þess að ráða niðurlögum síðustu hryðjuverkamannanna sem réðust til atlögu síðasliðinn föstudag. 29.11.2008 09:57 Umsátrinu í Mumbai lokið Umsátrinu um hið fornfræga hótel Taj Mahal í Múmbai á Indlandi er loks á enda. Víkingasveit indverska hersins sem kallast Svörtu kettirnir fóru herbergi úr herbergi á hótelinu til þess að ráða niðurlögum síðustu hryðjuverkamannanna sem réðust til atlögu síðasliðinn föstudag. Að minnsta kosti 195 létu lífið í árásinni. Líklegt er talið að al-Kaida hafi átt einhvern þátt í árásinni þar sem hryðjuverkamennirnir sóttust sérstaklega eftir að myrða Bandaríkjamenn og Breta. 29.11.2008 09:52 Þingið upp við vegg Meðferð og afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu um gjaldeyrishöft var aðeins formsins vegna og að nafninu til. Þingmönnum var gert ljóst að höftin væru hluti af samkomulagi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og því eins gott að frumvarpið yrði að lögum. 29.11.2008 08:30 Mikil ölvun og spark í höfuðið Vísbendingar eru komnar fram um að sparkað hafi verið í höfuð manns sem lést nýverið í sumarbústað í Grímsnesi og að hann hafi látist mjög skömmu eftir að það var gert. Krufning hefur leitt í ljós að maðurinn lést af blæðingum í heila eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg. Fjórir fullorðnir voru í bústaðnum þegar atvikið átti sér stað. Veruleg ölvun var á staðnum. 29.11.2008 08:00 Kristín, Stefán og Illugi halda ræður á fundi Ræðumenn á mótmælafundi á Austurvelli kl. 15.00 í dag verða þau Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur. Hópur fólks hefur safnast saman á hverjum laugardegi síðan 11. október til að mótmæla kreppuástandinu sem myndast hefur á Íslandi og hefur fjöldi viðstaddra farið mjög vaxandi. 29.11.2008 08:00 Ekki til fé fyrir floti krónunnar „Þetta bendir til þess að menn telji sig ekki hafa nógu mikinn gjaldeyri til þess að fleyta krónunni alveg,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrverandi bankastjóri Landsbankans, um ný lög og reglur um gjaldeyrisviðskipti. 29.11.2008 07:00 Taka tónlistarhúsið líklega yfir Líkur eru á að Austurhöfn, félag í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, taki yfir byggingu tónlistarhússins. Portus, sem ætlaði að byggja og reka húsið, er komið í þrot og mun ekki koma frekar að málinu. 29.11.2008 06:45 Kortleggja forsendur samflots Stórt samflot með opinberu félögunum og félögum á almennum vinnumarkaði er í bígerð fyrir endurskoðun kjarasamninga á næsta ári ef tekst að ljúka lausum kjarasamningum þannig að engir hópar verði skildir eftir án þeirra kjarabóta sem samið hefur verið um á árinu. Ríkisstjórnin og forystumenn á vinnumarkaði báru saman bækur sínar í Ráðherrabústaðnum í gær. 29.11.2008 06:30 Þrjár flugvélar fá að fljúga Íslendingarnir, sem voru strandaðir vegna mótmælanna í Taílandi, áttu að fara með flugvél Finnair og jafnvel Thai Air til Parísar og London í nótt. Sigurður Yngvason, bóndi í Kelduhverfi, átti von á því í gærkvöldi að sendiráðsstarfsmaður myndi hitta sig og fjölskyldu sína á flugvellinum þegar þau lentu í París í dag. 29.11.2008 05:30 Reyndu að kúga út tugmilljónir Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir tilraun til að kúga tugmilljónir króna út úr manni. Þá er einn þremenninganna ákærður fyrir ofbeldisbrot að auki og annar fyrir fíkniefnabrot. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. 29.11.2008 04:30 Opnað í dag með jólaskemmtun Hið árlega Jólaþorp verður opnað í dag í Hafnarfirði sjötta árið í röð og verður það opið allar helgar fram til jóla. Í dag verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani í hjarta Hafnarfjarðar klukkan þrjú en fyrstu skemmtiatriðin hefjast klukkan tvö þegar Anne og Selma frá félagsmiðstöðinni Vitanum syngja. Raggi Bjarna tekur lagið og Tjarnarsystur, svo fátt eitt sé nefnt. 29.11.2008 04:00 Selja má Sarkozy-vúdúbrúðu Franskur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað að vúdú-brúður af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, megi selja, með því skilyrði að með fylgi áminning um að það særi virðingu persónu forsetans að stinga nálum í brúðuna. 29.11.2008 04:00 Umferðin orðin eins og hún var árið 2002 „Síðan að kreppan mikla skall á höfum við séð umferðina falla,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur á samgönguskrifstofu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum með mælingar á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Ártúnsbrekku og á öllum þessum stöðum hefur umferðin dregist verulega saman. Umferðarþungi er nokkuð breytileg stærð, það eru miklar sveiflur í þessu en þegar það er litið heildstætt yfir þetta má segja að það sé komin svipuð umferð og var á árunum 2002 og 2003.“ 29.11.2008 03:30 Hitti báða Castro-bræður Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, eyddi megninu af gærdeginum með Raúl Castro Kúbuforseta, átti við hann viðræður um samstarf Kúbu og Rússlands og naut leiðsagnar hans í skoðunarferðum. Medvedev hitti líka bróður Raúls, byltingarforingjann Fídel, á sjúkrabeði hans í Havana. 29.11.2008 03:00 Merkileg stefnubreyting hjá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt um stefnu hvað gjaldeyrishöft varðar, að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings í Landsbankanum. 29.11.2008 03:00 Brot á lögum um útlendinga Framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri ehf. hefur verið dæmdur í sekt fyrir brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. 29.11.2008 03:00 Þarf að losa um nokkra tappa Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur „ekkert nema gott að segja um fundinn“ með aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í gær. Fundurinn hafi ekki skilað niðurstöðum enda ekki efnt til hans í þeim tilgangi. Fyrst og fremst hafi hann átt að tryggja að menn væru í kallfæri hver við annan. 29.11.2008 02:45 Þurfum að treysta hvert öðru „Þetta er löggjöf sem var brýn til að tryggja gjaldeyrisforða og styrkja stöðu krónunnar,“ segir Björgvin G. Sigurðsson um ný lög um gjaldeyrishöft. „Aðrar væringar um önnur mál verða að bíða betri tíma. Þetta er beint framhald af neyðarlögunum,“ segir hann aðspurður hvort lagasetningin sé í raun traustsyfirlýsing við Seðlabankann og bankastjórn hans. 29.11.2008 02:15 Vonandi bara til bráðabirgða Miklar skyldur eru lagðar á herðar útflytjenda með nýjum lögum og reglum um gjaldeyrisviðskipti. Útflutningsfyrirtækjum ber að skila heim til Íslands öllum gjaldeyri sem þau fá fyrir sölu á vöru og þjónustu erlendis. 29.11.2008 02:15 Lýst eftir skýrri framtíðarsýn „Við þurfum á trúverðugleika gagnvart alþjóðasamfélaginu að halda. Aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa beinlínis verið til þess fallnar að grafa undan því. Við megum ekki við þessu,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 29.11.2008 02:00 Ákveðið að fækka ferðum strætós Stjórn Strætós bs. hefur samþykkt að draga úr tíðni vagnanna á næsta rekstrarári í sparnaðarskyni. Ekki verða breytingar á gjaldskrá, sem hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2007, og sveitarfélögin sem standa að Strætó munu hækka framlög sín um 10 prósent. Þá fær fyrirtækið 100 milljóna króna framlag nú í ár. 29.11.2008 02:00 Bújarðasvipting dæmd ólögleg Dómstóll sem settur var á fót af samtökum ríkja í sunnanverðri Afríku og hefur aðsetur í Namibíu hefur úrskurðað að 77 hvítir Simbabvemenn geti haldið bújörðum sínum; þeir hafi verið sviptir þeim með ólögmætum hætti þar sem landtökustefna stjórnvalda byggði á kynþáttamisrétti. 29.11.2008 01:30 Óljóst hve mikið greiðslur af Audi bifreiðinni hafa hækkað Páll Magnússon útvarpsstjóri lækkar í launum um 10-11% samkvæmt þeim niðurskurðartillögum sem RÚV kynnti í dag. 28.11.2008 22:26 Dæmdur til að fá sýru í augun Sharía dómstóll í Íran hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður, sem skvetti sýru framan í konu árið 2004, skuli hljóta sömu örlög. Maðurinn greip til ódæðisins á sínum tíma eftir að konan hafði margsinnis hafnað bónorðum hans. Að lokum ákvað hann að skvetta sýrunni framan í hana að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að nokkur annar maður myndi vilja líta við henni. 28.11.2008 21:11 Einn ódæðismaður verst enn á Taj Mahal hótelinu Indverskar öryggissveitir telja að einn hryðjuverkamaður leiki enn lausum hala á Taj Mahal hótelinu í Mumbai. Hann er sagður hafa komið sér vel fyrir þannig að ómögulegt hefur verið að vinna á honum. Hann virðist vera vel vopnum búinn og kastar hann handsprengjum í átt að hermönnum sem reyna að nálgast hann. Dánartalan eftir árásirnar sem hófust í fyrradag er nú 160 og eru fjölmargir slasaðir. 28.11.2008 20:12 Ekkert selt á bak við luktar dyr Búið er að tryggja að eignir ríkisbankanna verði ekki seldar bak við luktar dyr, heldur auglýstar svo mögulegir kaupendur sitji við sama borð. Allir helstu stjórnendur bankageirans á Íslandi voru boðaðir á fund viðskipta- og fjármálaráðherra í dag þar sem þetta var rætt. 28.11.2008 18:57 Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar í dag Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi voru ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í dag. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins óskaði eftir því að beiting Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum yrði rædd á þinginu. 28.11.2008 19:01 Niðurskurðurinn mun heyrast í útvarpinu og sjást í sjónvarpinu „Það er augljóst mál að þegar við skerum niður um 700 milljónir mun það heyrast í útvarpinu og það mun sjást í sjónvarpinu," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um niðurskurðartillögur sem voru kynntar í dag. Hann segir þó að reynt verði að búa til eins góða dagskrá og mögulegt er fyrir þann pening sem fyrirtækið hafi úr að spila. 28.11.2008 17:02 Dregur úr hópuppsögnum „Þetta lítur alltsaman betur út núna en fyrir síðustu mánaðarmót,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar um hópuppsagnir hafi verið færri og náð til færri aðila en um síðustu mánaðarmót. 28.11.2008 19:35 Vilji til að halda byggingu tónlistarhússins áfram Það má ekki gerast að tónlistarhúsið verði gapandi sár í miðborginni, segir menntamálaráðherra. Borgarstjóri og menntamálaráðherra munu hittast í næstu viku til að fara yfir hvernig ríki og borg geti haldið áfram með verkefnið. 28.11.2008 19:08 Gjaldeyrislög fá misjafnar undirtektir Ríkisstjórnin hefur sett íslenskt atvinnulíf nokkra áratugi aftur í tímann með setningu nýrra laga um gjaldeyrismál að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Skásti kosturinn í stöðunni segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. 28.11.2008 18:39 Jólafrí þingmanna styttra í ár Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur afar líklegt að gerðar verði breytingar á starfsáætlun þingsins vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga sem hafi óhjákvæmilega áhrif á þingstörf og fjölda þingfunda. Núverandi starfsáætlun gerir ráð fyrir að þingi verði frestað 12. desember fram til 12. janúar. 28.11.2008 16:33 Áhersla lögð á að greiða laun Slæm staða Árvakurs, Útgáfufélags Morgunblaðsins, var rædd á starfsmannafundi nú seinni partinn. Þar kom meðal annars fram að lausafjárerfiðleikar væru að gera félaginu erfitt fyrir. Áhersla væri þó lögð á að greiða laun starfsmanna. 28.11.2008 16:33 Afhentu undirskriftir gegn niðurrifi húsa við Laugaveg Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur, var í morgun afhentur listi með undirskriftum þrjúhundruð og þrjátíu íbúa sem mótmæla niðurrifi húsanna við Laugaveg og fyrirhuguða byggingu Listaháskóla Íslands. 28.11.2008 15:52 SUS: Pólitískt uppgjör óumflýjanlegt Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. 28.11.2008 15:51 Örlög Árvakurs ráðast á sunnudag Það ræðst á stjórnarfundi Glitnis á sunnudaginn hver örlög Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðisins verða. 28.11.2008 15:33 Sjá næstu 50 fréttir
Rjúpnaskyttu leitað Björgunarsveitir í Árnessýslu leita nú rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið frá því um hádegi. Maðurinn var að veiðum í Laxárdal ásamt þremur öðrum. Þeir fóru hver í sína áttina en höfðu sammælst um að hittast aftur við bíl sinn á hádegi. Þegar hann skilaði sér ekki hófu félagar hans leit að honum, en um þrjú leitið höfðu þeir samband við lögreglu sem kallaði út björgunarsveitir úr Árnessýslu. Um tíma leitaði þyrla landhelgisgæslunnar mannsins, en nú leita hans um fimmtíu björgunarsveitarmenn með sporhunda. Veður á svæðinu er stillt, en töluvert kalt. 29.11.2008 17:47
Um fjögur þúsund á mótmælafundi Um fjögur þúsund manns eru nú á mótmælafundi á Austurvelli þar sem krafist er afsagnar stjórnar Seðlabankans og kosninga til Alþingis. Ræðumenn dagsins eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Stefán Jónsson leikari og Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi. Nokkuð kalt er í höfuðborginni og spurning hvort það hafi áhrif á mætinguna í dag, en undanfarna tvo laugardaga hafa um sex til sjö þúsund manns mætt á fundina. 29.11.2008 15:39
Áttundu mótmælin í dag Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær. 29.11.2008 12:17
Vilja öll gögn um Icesave áður en afstaða er tekin til láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Ríkisstjórnin verður að leggja fram öll gögn og upplýsingar varðandi Icesave deiluna áður en Alþingi tekur afstöðu til fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í bréfi þriggja þingmanna Vinstri grænna til forsætisráðherra. 29.11.2008 12:12
Gjaldeyrishöftin munu skaða íslenskt efnahagslíf Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aflétta ekki gjaldeyrishöftum þegar krónan verður sett á flot mun skaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann telur að þær aðgerðir sem nú á að fara í séu síst til þess fallnar að endurvekja traust á íslensku fjármálakerfi. 29.11.2008 11:56
Skíðasvæðin á norðurlandi opin í dag Norðlendingar ættu að geta skellt sér á skíði í dag. Skíðasvæðið í Tindastóli er opið til klukkan fimm í dag. Mikið hefur snjóað síðustu daga og því gott skíðafæri. Gestir ættu þó að búa sig vel því að sjö gráðu frost er á svæðinu. Þá er skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan ellefu til fimm í dag og skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til fjögur. 29.11.2008 10:14
Jólaljósin tendruð á Miðbakka Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar. 29.11.2008 10:03
Egyptar vilja hjóla í sjóræningja Stjórnvöld í Egyptalandi segjast reiðubúin til þess að fara með hervaldi gegn sjóræningjum sem hafa hertekið tugi skipa undan ströndum Eþíópíu á árinu. 29.11.2008 10:00
Nóttin tíðindalítil hjá lögreglu Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Tveir þeirra enduðu för sína á ljósastaur, annar á Sæbraut við Kirkjusand, og hinn í Austurstræti. Ökumenn sakaði ekki. Þá var tilkynnt um eina líkamsárás þegar manni var hrint í leigubílaröðinni í Austurstræti. Nóttin var að öðru leiti tíðindalítil í Reykjavík. 29.11.2008 09:59
Umsátinu um Taj Mahal loks lokið Umsátrið um hið fornfræga hótel Taj Mahal í Múmbai á Indlandi er loks á enda. Víkingasveit indverska hersins sem kallast Svörtu kettirnir fóru herbergi úr herbergi á hótelinu til þess að ráða niðurlögum síðustu hryðjuverkamannanna sem réðust til atlögu síðasliðinn föstudag. 29.11.2008 09:57
Umsátrinu í Mumbai lokið Umsátrinu um hið fornfræga hótel Taj Mahal í Múmbai á Indlandi er loks á enda. Víkingasveit indverska hersins sem kallast Svörtu kettirnir fóru herbergi úr herbergi á hótelinu til þess að ráða niðurlögum síðustu hryðjuverkamannanna sem réðust til atlögu síðasliðinn föstudag. Að minnsta kosti 195 létu lífið í árásinni. Líklegt er talið að al-Kaida hafi átt einhvern þátt í árásinni þar sem hryðjuverkamennirnir sóttust sérstaklega eftir að myrða Bandaríkjamenn og Breta. 29.11.2008 09:52
Þingið upp við vegg Meðferð og afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu um gjaldeyrishöft var aðeins formsins vegna og að nafninu til. Þingmönnum var gert ljóst að höftin væru hluti af samkomulagi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og því eins gott að frumvarpið yrði að lögum. 29.11.2008 08:30
Mikil ölvun og spark í höfuðið Vísbendingar eru komnar fram um að sparkað hafi verið í höfuð manns sem lést nýverið í sumarbústað í Grímsnesi og að hann hafi látist mjög skömmu eftir að það var gert. Krufning hefur leitt í ljós að maðurinn lést af blæðingum í heila eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg. Fjórir fullorðnir voru í bústaðnum þegar atvikið átti sér stað. Veruleg ölvun var á staðnum. 29.11.2008 08:00
Kristín, Stefán og Illugi halda ræður á fundi Ræðumenn á mótmælafundi á Austurvelli kl. 15.00 í dag verða þau Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur. Hópur fólks hefur safnast saman á hverjum laugardegi síðan 11. október til að mótmæla kreppuástandinu sem myndast hefur á Íslandi og hefur fjöldi viðstaddra farið mjög vaxandi. 29.11.2008 08:00
Ekki til fé fyrir floti krónunnar „Þetta bendir til þess að menn telji sig ekki hafa nógu mikinn gjaldeyri til þess að fleyta krónunni alveg,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrverandi bankastjóri Landsbankans, um ný lög og reglur um gjaldeyrisviðskipti. 29.11.2008 07:00
Taka tónlistarhúsið líklega yfir Líkur eru á að Austurhöfn, félag í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, taki yfir byggingu tónlistarhússins. Portus, sem ætlaði að byggja og reka húsið, er komið í þrot og mun ekki koma frekar að málinu. 29.11.2008 06:45
Kortleggja forsendur samflots Stórt samflot með opinberu félögunum og félögum á almennum vinnumarkaði er í bígerð fyrir endurskoðun kjarasamninga á næsta ári ef tekst að ljúka lausum kjarasamningum þannig að engir hópar verði skildir eftir án þeirra kjarabóta sem samið hefur verið um á árinu. Ríkisstjórnin og forystumenn á vinnumarkaði báru saman bækur sínar í Ráðherrabústaðnum í gær. 29.11.2008 06:30
Þrjár flugvélar fá að fljúga Íslendingarnir, sem voru strandaðir vegna mótmælanna í Taílandi, áttu að fara með flugvél Finnair og jafnvel Thai Air til Parísar og London í nótt. Sigurður Yngvason, bóndi í Kelduhverfi, átti von á því í gærkvöldi að sendiráðsstarfsmaður myndi hitta sig og fjölskyldu sína á flugvellinum þegar þau lentu í París í dag. 29.11.2008 05:30
Reyndu að kúga út tugmilljónir Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir tilraun til að kúga tugmilljónir króna út úr manni. Þá er einn þremenninganna ákærður fyrir ofbeldisbrot að auki og annar fyrir fíkniefnabrot. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. 29.11.2008 04:30
Opnað í dag með jólaskemmtun Hið árlega Jólaþorp verður opnað í dag í Hafnarfirði sjötta árið í röð og verður það opið allar helgar fram til jóla. Í dag verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani í hjarta Hafnarfjarðar klukkan þrjú en fyrstu skemmtiatriðin hefjast klukkan tvö þegar Anne og Selma frá félagsmiðstöðinni Vitanum syngja. Raggi Bjarna tekur lagið og Tjarnarsystur, svo fátt eitt sé nefnt. 29.11.2008 04:00
Selja má Sarkozy-vúdúbrúðu Franskur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað að vúdú-brúður af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, megi selja, með því skilyrði að með fylgi áminning um að það særi virðingu persónu forsetans að stinga nálum í brúðuna. 29.11.2008 04:00
Umferðin orðin eins og hún var árið 2002 „Síðan að kreppan mikla skall á höfum við séð umferðina falla,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur á samgönguskrifstofu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum með mælingar á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Ártúnsbrekku og á öllum þessum stöðum hefur umferðin dregist verulega saman. Umferðarþungi er nokkuð breytileg stærð, það eru miklar sveiflur í þessu en þegar það er litið heildstætt yfir þetta má segja að það sé komin svipuð umferð og var á árunum 2002 og 2003.“ 29.11.2008 03:30
Hitti báða Castro-bræður Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, eyddi megninu af gærdeginum með Raúl Castro Kúbuforseta, átti við hann viðræður um samstarf Kúbu og Rússlands og naut leiðsagnar hans í skoðunarferðum. Medvedev hitti líka bróður Raúls, byltingarforingjann Fídel, á sjúkrabeði hans í Havana. 29.11.2008 03:00
Merkileg stefnubreyting hjá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt um stefnu hvað gjaldeyrishöft varðar, að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings í Landsbankanum. 29.11.2008 03:00
Brot á lögum um útlendinga Framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri ehf. hefur verið dæmdur í sekt fyrir brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. 29.11.2008 03:00
Þarf að losa um nokkra tappa Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur „ekkert nema gott að segja um fundinn“ með aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í gær. Fundurinn hafi ekki skilað niðurstöðum enda ekki efnt til hans í þeim tilgangi. Fyrst og fremst hafi hann átt að tryggja að menn væru í kallfæri hver við annan. 29.11.2008 02:45
Þurfum að treysta hvert öðru „Þetta er löggjöf sem var brýn til að tryggja gjaldeyrisforða og styrkja stöðu krónunnar,“ segir Björgvin G. Sigurðsson um ný lög um gjaldeyrishöft. „Aðrar væringar um önnur mál verða að bíða betri tíma. Þetta er beint framhald af neyðarlögunum,“ segir hann aðspurður hvort lagasetningin sé í raun traustsyfirlýsing við Seðlabankann og bankastjórn hans. 29.11.2008 02:15
Vonandi bara til bráðabirgða Miklar skyldur eru lagðar á herðar útflytjenda með nýjum lögum og reglum um gjaldeyrisviðskipti. Útflutningsfyrirtækjum ber að skila heim til Íslands öllum gjaldeyri sem þau fá fyrir sölu á vöru og þjónustu erlendis. 29.11.2008 02:15
Lýst eftir skýrri framtíðarsýn „Við þurfum á trúverðugleika gagnvart alþjóðasamfélaginu að halda. Aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa beinlínis verið til þess fallnar að grafa undan því. Við megum ekki við þessu,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 29.11.2008 02:00
Ákveðið að fækka ferðum strætós Stjórn Strætós bs. hefur samþykkt að draga úr tíðni vagnanna á næsta rekstrarári í sparnaðarskyni. Ekki verða breytingar á gjaldskrá, sem hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2007, og sveitarfélögin sem standa að Strætó munu hækka framlög sín um 10 prósent. Þá fær fyrirtækið 100 milljóna króna framlag nú í ár. 29.11.2008 02:00
Bújarðasvipting dæmd ólögleg Dómstóll sem settur var á fót af samtökum ríkja í sunnanverðri Afríku og hefur aðsetur í Namibíu hefur úrskurðað að 77 hvítir Simbabvemenn geti haldið bújörðum sínum; þeir hafi verið sviptir þeim með ólögmætum hætti þar sem landtökustefna stjórnvalda byggði á kynþáttamisrétti. 29.11.2008 01:30
Óljóst hve mikið greiðslur af Audi bifreiðinni hafa hækkað Páll Magnússon útvarpsstjóri lækkar í launum um 10-11% samkvæmt þeim niðurskurðartillögum sem RÚV kynnti í dag. 28.11.2008 22:26
Dæmdur til að fá sýru í augun Sharía dómstóll í Íran hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður, sem skvetti sýru framan í konu árið 2004, skuli hljóta sömu örlög. Maðurinn greip til ódæðisins á sínum tíma eftir að konan hafði margsinnis hafnað bónorðum hans. Að lokum ákvað hann að skvetta sýrunni framan í hana að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að nokkur annar maður myndi vilja líta við henni. 28.11.2008 21:11
Einn ódæðismaður verst enn á Taj Mahal hótelinu Indverskar öryggissveitir telja að einn hryðjuverkamaður leiki enn lausum hala á Taj Mahal hótelinu í Mumbai. Hann er sagður hafa komið sér vel fyrir þannig að ómögulegt hefur verið að vinna á honum. Hann virðist vera vel vopnum búinn og kastar hann handsprengjum í átt að hermönnum sem reyna að nálgast hann. Dánartalan eftir árásirnar sem hófust í fyrradag er nú 160 og eru fjölmargir slasaðir. 28.11.2008 20:12
Ekkert selt á bak við luktar dyr Búið er að tryggja að eignir ríkisbankanna verði ekki seldar bak við luktar dyr, heldur auglýstar svo mögulegir kaupendur sitji við sama borð. Allir helstu stjórnendur bankageirans á Íslandi voru boðaðir á fund viðskipta- og fjármálaráðherra í dag þar sem þetta var rætt. 28.11.2008 18:57
Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar í dag Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi voru ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í dag. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins óskaði eftir því að beiting Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum yrði rædd á þinginu. 28.11.2008 19:01
Niðurskurðurinn mun heyrast í útvarpinu og sjást í sjónvarpinu „Það er augljóst mál að þegar við skerum niður um 700 milljónir mun það heyrast í útvarpinu og það mun sjást í sjónvarpinu," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um niðurskurðartillögur sem voru kynntar í dag. Hann segir þó að reynt verði að búa til eins góða dagskrá og mögulegt er fyrir þann pening sem fyrirtækið hafi úr að spila. 28.11.2008 17:02
Dregur úr hópuppsögnum „Þetta lítur alltsaman betur út núna en fyrir síðustu mánaðarmót,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar um hópuppsagnir hafi verið færri og náð til færri aðila en um síðustu mánaðarmót. 28.11.2008 19:35
Vilji til að halda byggingu tónlistarhússins áfram Það má ekki gerast að tónlistarhúsið verði gapandi sár í miðborginni, segir menntamálaráðherra. Borgarstjóri og menntamálaráðherra munu hittast í næstu viku til að fara yfir hvernig ríki og borg geti haldið áfram með verkefnið. 28.11.2008 19:08
Gjaldeyrislög fá misjafnar undirtektir Ríkisstjórnin hefur sett íslenskt atvinnulíf nokkra áratugi aftur í tímann með setningu nýrra laga um gjaldeyrismál að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Skásti kosturinn í stöðunni segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. 28.11.2008 18:39
Jólafrí þingmanna styttra í ár Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur afar líklegt að gerðar verði breytingar á starfsáætlun þingsins vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga sem hafi óhjákvæmilega áhrif á þingstörf og fjölda þingfunda. Núverandi starfsáætlun gerir ráð fyrir að þingi verði frestað 12. desember fram til 12. janúar. 28.11.2008 16:33
Áhersla lögð á að greiða laun Slæm staða Árvakurs, Útgáfufélags Morgunblaðsins, var rædd á starfsmannafundi nú seinni partinn. Þar kom meðal annars fram að lausafjárerfiðleikar væru að gera félaginu erfitt fyrir. Áhersla væri þó lögð á að greiða laun starfsmanna. 28.11.2008 16:33
Afhentu undirskriftir gegn niðurrifi húsa við Laugaveg Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur, var í morgun afhentur listi með undirskriftum þrjúhundruð og þrjátíu íbúa sem mótmæla niðurrifi húsanna við Laugaveg og fyrirhuguða byggingu Listaháskóla Íslands. 28.11.2008 15:52
SUS: Pólitískt uppgjör óumflýjanlegt Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. 28.11.2008 15:51
Örlög Árvakurs ráðast á sunnudag Það ræðst á stjórnarfundi Glitnis á sunnudaginn hver örlög Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðisins verða. 28.11.2008 15:33