Innlent

Mikil ölvun og spark í höfuðið

Það var í þessum sumarbústað í Grímsnesi sem atvikið átti sér stað.
Það var í þessum sumarbústað í Grímsnesi sem atvikið átti sér stað.

Vísbendingar eru komnar fram um að sparkað hafi verið í höfuð manns sem lést nýverið í sumarbústað í Grímsnesi og að hann hafi látist mjög skömmu eftir að það var gert. Krufning hefur leitt í ljós að maðurinn lést af blæðingum í heila eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg. Fjórir fullorðnir voru í bústaðnum þegar atvikið átti sér stað. Veruleg ölvun var á staðnum.

Lögreglan á Selfossi krafðist í gær framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir einum fjórmenninganna. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Hinir þrír eru í farbanni til 18. febrúar.

Það var 8. nóvember að húsráðendur í sumarbústað í Oddsholti í Grímsnesi tilkynntu um að maður sem var gestkomandi hjá þeim væri látinn. Lögregla og sjúkralið fór þegar á vettvang og hittu fyrir húsráðanda þar og sambýliskonu hans ásamt vinkonu þeirra og vísuðu þau á hinn látna í sófa í stofu í húsinu. Fljótlega kom í ljós að fyrr um morguninn hafði eiginmaður vinkonunnar farið úr húsinu, akandi til Reykjavíkur, ásamt um ársgömlu barni þeirra hjóna.

Hinn látni hét Almis Keraminas og var fæddur árið 1970 í Litháen. Hann var búsettur í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×