Innlent

Jólafrí þingmanna styttra í ár

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur afar líklegt að gerðar verði breytingar á starfsáætlun þingsins vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga sem hafi óhjákvæmilega áhrif á þingstörf og fjölda þingfunda.

Núverandi starfsáætlun gerir ráð fyrir að þingi verði frestað 12. desember fram til 12. janúar.

,,Ég geri ráð fyrir því að við þurfum að endurskoða starfáætlun okkar fyrir desember. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu blasir við að það verður fundað lengur," segir Sturla og bætir við að forsætisnefnd sé að endurmeta stöðuna.

Sturla segir að lögð sé áhersla á að ljúka afgreiðslu á fjárlögum og þingsályktunartillögu vegna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en þingi verði frestað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×