Erlent

Dæmdur til að fá sýru í augun

Konan stórskaddaðist í andlitinu eins og sjá má á þessari mynd.
Konan stórskaddaðist í andlitinu eins og sjá má á þessari mynd.

Sharía dómstóll í Íran hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður, sem skvetti sýru framan í konu árið 2004, skuli hljóta sömu örlög. Maðurinn greip til ódæðisins á sínum tíma eftir að konan hafði margsinnis hafnað bónorðum hans. Að lokum ákvað hann að skvetta sýrunni framan í hana að eigin sögn til þess að koma í veg fyrir að nokkur annar maður myndi vilja líta við henni.

Konan slasaðist alvarlega og fór til Spánar þar sem hún þurfti að gangast undir lýtaaðgerðir. Læknum mistókt þó að laga í henni sjónina og hefur hún verið blind síðan. Hún kærði manninn fyrir Sharia dómstól íslamskra bókstafstrúarmanna og komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn skuli hljóta sömu örlög og því verður sýra látin leka í augu hans með þeim afleiðingum að hann verður blindur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×