Erlent

Egyptar vilja hjóla í sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Sjóræningjar að störfum.
Sjóræningjar að störfum.

Stjórnvöld í Egyptalandi segjast reiðubúin til þess að fara með hervaldi gegn sjóræningjum sem hafa hertekið tugi skipa undan ströndum Eþíópíu á árinu.

Egyptum rennur þarna blóðið til skyldunnar þar sem margar útgerðir hafa hætt að senda skip sín í gegnum Súes skurðinn vegna sjóránanna.

Þær kjósa frekar að senda þær fyrir Góðravonarhöfða í Afríku þótt sú leið sé þúsundum mílna lengri. Egyptar hafa miklar gjaldeyristekjur af skipaferðum um Súes skurð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×