Innlent

Dregur úr hópuppsögnum

Gissur Pétursson.
Gissur Pétursson.

„Þetta lítur alltsaman betur út núna en fyrir síðustu mánaðarmót,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar um hópuppsagnir hafi verið færri og náð til færri aðila en um síðustu mánaðarmót.

„Vonandi veit það á gott," sagði Gissur og bætti við að fyrirtækin í landinu væru að reyna að gera sitt allra besta til að þurfa ekki að segja upp fólki auk þess sem stjórnvöld hafi gripið til aðgerða eins og að breyta lögum um atvinnuleysistryggingar.

„Það er því ýmislegt verið að gera og réttast að vera á bjartsýnu nótunum þessa helgina," sagði Gissur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×