Innlent

Áhersla lögð á að greiða laun

Slæm staða Árvakurs, Útgáfufélags Morgunblaðsins, var rædd á starfsmannafundi nú seinni partinn. Þar kom meðal annars fram að lausafjárerfiðleikar væru að gera félaginu erfitt fyrir. Áhersla væri þó lögð á að greiða laun starfsmanna.

Líkt og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag fundaði stjórn Árvakurs með lögfræðingum sínum í morgun. Samkvæmt heimildum Vísis er fjárhagsstaða félagsins verulega slæm en fundað verður með Glitnismönnum, sem er langstærsti lánadrottinn fyrirtækisins, á sunnudag.

Á starfsmannafundinum kom einnig fram að staðan væri alvarleg en áfram skal haldið. Vonast er til þess að staðan verði betri eftir helgi, þegar fundi með lánadrottnum er lokið.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×