Innlent

Þarf að losa um nokkra tappa

„Einhverja tappa þarf að losa um en ég vona að það gerist fyrir mánaðamótin,“ segir Ögmundur.
„Einhverja tappa þarf að losa um en ég vona að það gerist fyrir mánaðamótin,“ segir Ögmundur.

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur „ekkert nema gott að segja um fundinn“ með aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í gær. Fundurinn hafi ekki skilað niðurstöðum enda ekki efnt til hans í þeim tilgangi. Fyrst og fremst hafi hann átt að tryggja að menn væru í kallfæri hver við annan.

„Rætt var almennt um þá pakka sem eru til umfjöllunar til lausnar á vanda skuldugs fólks og fyrirtækja. Síðan var rætt um hvað væri í kortunum í framhaldinu. Við lögðum ríka áherslu á að gengið yrði frá samningum við sveitarfélögin áður en farið yrði í frekari viðræður um framvinduna á kjaramarkaði. Einhverja tappa þarf að losa um en ég vona að það gerist fyrir mánaðamótin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×