Innlent

Lýst eftir skýrri framtíðarsýn

Finnur Oddsson
Finnur Oddsson

„Við þurfum á trúverðugleika gagnvart alþjóðasamfélaginu að halda. Aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa beinlínis verið til þess fallnar að grafa undan því. Við megum ekki við þessu,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Hann bendir á að aðgerðirnar í gær geti varla verið í samræmi við stefnu AGS, sem styðji fremur opnun markaða og frjálst flæði fjármagns. „Þetta skýtur skökku við,“ segir hann og þrýstir á um mikilvægi þess að stjórnvöld birti landsmönnum skýra framtíðarsýn. Aðeins þannig verði óvissu eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×