Innlent

Opnað í dag með jólaskemmtun

Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði opna í dag hið árlega Jólaþorp með því að kveikja á jólatré á Thorsplani. Í jólahúsunum verður boðið upp á handverk og ýmsan jólavarning.
Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði opna í dag hið árlega Jólaþorp með því að kveikja á jólatré á Thorsplani. Í jólahúsunum verður boðið upp á handverk og ýmsan jólavarning. .Fréttablaðið/vilhelm

Hið árlega Jólaþorp verður opnað í dag í Hafnarfirði sjötta árið í röð og verður það opið allar helgar fram til jóla. Í dag verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani í hjarta Hafnarfjarðar klukkan þrjú en fyrstu skemmtiatriðin hefjast klukkan tvö þegar Anne og Selma frá félagsmiðstöðinni Vitanum syngja. Raggi Bjarna tekur lagið og Tjarnarsystur, svo fátt eitt sé nefnt.

Í jólahúsunum við Thorsplan verður boðið upp á handverk og ýmsan jólavarning. Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði voru í óða önn að undirbúa söluna í Jólaþorpinu en þær hafa selt þar handmáluð kerti og skreytingar til jólanna frá því Jólaþorpið hóf göngu sína. Systir Agnes, sem er talsmaður nunnanna, segir að ávallt hafi mjög vel verið tekið á móti nunnunum í þorpinu.

Mæðrastyrksnefnd verður í einu húsanna til að taka á móti gjöfum til barna auk þess sem hægt verður að kaupa gjafabréf til styrktar samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×