Innlent

Kristín, Stefán og Illugi halda ræður á fundi

Ræðumenn á mótmælafundi á Austurvelli kl. 15.00 í dag verða þau Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur. Hópur fólks hefur safnast saman á hverjum laugardegi síðan 11. október til að mótmæla kreppuástandinu sem myndast hefur á Íslandi og hefur fjöldi viðstaddra farið mjög vaxandi.

Í tilkynningu frá Herði Torfasyni, skipuleggjanda fundarins, segir að krafist sé afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Fjármálaeftirlitsins og nýrra kosninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×