SUS: Pólitískt uppgjör óumflýjanlegt 28. nóvember 2008 15:51 Þórlindur Kjartansson formaður SUS. Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandi ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins. Þar segir ennfremur að brýnasta verkefnið nú sé að vinna hratt en örugglega að framtíðarlausn á skipan peningamála í landinu. „Ljóst er að sú umgjörð um peningamálastefnuna sem stjórnvöld lögfestu árið 2001 virkaði ekki og hafði jafnvel þveröfug áhrif við það sem lagt var upp með. Ýmsar hugmyndir að nýrri skipan hafa komið fram að undanförnu sem stjórnvöld verða að gefa gaum. Samband ungra sjálfstæðismanna treystir því að ríkisstjórnin undir forystu Geirs H Haarde kanni til hlítar kosti og galla þess að taka upp aðra gjaldmiðla, einhliða eða í myntsamstarfi við aðrar þjóðir. Slík aðgerð yrði þó engin allsherjar töfralausn á aðsteðjandi vanda heldur aðeins eitt skref af mörgum á langri vegferð. Evrópusambandsaðild er heldur engin slík töfralausn. Þannig er rétt að árétta að það er til lítils að skipta um gjaldmiðil eða gera róttækar breytingar á peningamálastefnunni ef slíkar breytingar setja takmarkanir á verðmætasköpun í landinu," segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að brýnt sé að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, gæti verulegs aðhalds í fjármálum sínum. „Í því samhengi er þess krafist að stjórnvöld upplýsi hvernig ráðstafa eigi stórum erlendum lánum til ríkissjóðs. Lánataka í dag er skattur á komandi kynslóðir og haldgóðar skýringar þurfa að vera fyrir því að ungu fólki skuli gert að greiða í framtíðinni fyrir mistök ráðandi kynslóðar. Ungir sjálfstæðismenn gjalda mikinn varhug við því að erlendum lánum verði eytt í að tjasla saman tímabundið ónýttri peningamálastefnu. Það er algert lykilatriði að fá rétta verðmyndun á krónuna og því marki verður best náð með tafarlausri fleytingu krónunnar án inngripa Seðlabanka til að styðja við gengið." Að lokum segir að til lengri tíma litið sé full ástæða til bjartsýni. Innviðir samfélagsins séu sterkir. „Fjölmörg tækifæri eru til að efla framleiðslu, nýsköpun og arbær viðskipti í landinu og skapa ný störf í stað þeirra sem glatast hafa. Því minni afskipti sem stjórnvöld hafa af atvinnulífinu - því fyrr mun atvinnulífið ná vopnum sínum á nýjan leik. Öllu máli skiptir að stjórnvöld haldi að sér höndum og hefti ekki framgang frjálsra viðskipta og tilraunir einstaklinga til að leita á ný mið aukinnar verðmætasköpunar. Ríkisafskipti og höft munu eingöngu gera vont ástand verra." Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandi ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins. Þar segir ennfremur að brýnasta verkefnið nú sé að vinna hratt en örugglega að framtíðarlausn á skipan peningamála í landinu. „Ljóst er að sú umgjörð um peningamálastefnuna sem stjórnvöld lögfestu árið 2001 virkaði ekki og hafði jafnvel þveröfug áhrif við það sem lagt var upp með. Ýmsar hugmyndir að nýrri skipan hafa komið fram að undanförnu sem stjórnvöld verða að gefa gaum. Samband ungra sjálfstæðismanna treystir því að ríkisstjórnin undir forystu Geirs H Haarde kanni til hlítar kosti og galla þess að taka upp aðra gjaldmiðla, einhliða eða í myntsamstarfi við aðrar þjóðir. Slík aðgerð yrði þó engin allsherjar töfralausn á aðsteðjandi vanda heldur aðeins eitt skref af mörgum á langri vegferð. Evrópusambandsaðild er heldur engin slík töfralausn. Þannig er rétt að árétta að það er til lítils að skipta um gjaldmiðil eða gera róttækar breytingar á peningamálastefnunni ef slíkar breytingar setja takmarkanir á verðmætasköpun í landinu," segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að brýnt sé að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, gæti verulegs aðhalds í fjármálum sínum. „Í því samhengi er þess krafist að stjórnvöld upplýsi hvernig ráðstafa eigi stórum erlendum lánum til ríkissjóðs. Lánataka í dag er skattur á komandi kynslóðir og haldgóðar skýringar þurfa að vera fyrir því að ungu fólki skuli gert að greiða í framtíðinni fyrir mistök ráðandi kynslóðar. Ungir sjálfstæðismenn gjalda mikinn varhug við því að erlendum lánum verði eytt í að tjasla saman tímabundið ónýttri peningamálastefnu. Það er algert lykilatriði að fá rétta verðmyndun á krónuna og því marki verður best náð með tafarlausri fleytingu krónunnar án inngripa Seðlabanka til að styðja við gengið." Að lokum segir að til lengri tíma litið sé full ástæða til bjartsýni. Innviðir samfélagsins séu sterkir. „Fjölmörg tækifæri eru til að efla framleiðslu, nýsköpun og arbær viðskipti í landinu og skapa ný störf í stað þeirra sem glatast hafa. Því minni afskipti sem stjórnvöld hafa af atvinnulífinu - því fyrr mun atvinnulífið ná vopnum sínum á nýjan leik. Öllu máli skiptir að stjórnvöld haldi að sér höndum og hefti ekki framgang frjálsra viðskipta og tilraunir einstaklinga til að leita á ný mið aukinnar verðmætasköpunar. Ríkisafskipti og höft munu eingöngu gera vont ástand verra."
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira