Innlent

Brot á lögum um útlendinga

Framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri ehf. hefur verið dæmdur í sekt fyrir brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Hann réð senegalskan ríkisborgara til starfa í júní án þess að maðurinn væri með dvalar- eða atvinnuleyfi á Íslandi. Hann starfaði hjá Slippnum frá þeim tíma og þangað til Útlendingastofnun kærði í byrjun október. Ákæruvaldið féll hins vegar frá ákæru á senegalska ríkisborgarann þar sem hann var farinn úr landi.

Framkvæmdastjóranum var gert að greiða tuttugu þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×