Innlent

Rjúpnaskyttu leitað

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Björgunarsveitir í Árnessýslu leita nú rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið frá því um hádegi. Maðurinn var að veiðum í Laxárdal í morgun ásamt þremur öðrum. Þeir fóru hver í sína áttina en höfðu sammælst um að hittast aftur við bíl sinn á hádegi.

Þegar hann skilaði sér ekki hófu félagar hans leit að honum, en um þrjú leitið höfðu þeir samband við lögreglu sem kallaði út björgunarsveitir úr Árnessýslu. Um tíma leitaði þyrla landhelgisgæslunnar mannsins, en nú leita hans um fimmtíu björgunarsveitarmenn með sporhunda. Veður á svæðinu er stillt, en töluvert kalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×