Umferðin orðin eins og hún var árið 2002 29. nóvember 2008 03:30 Morgunumferðin hefur orðið skaplegri síðan kreppan skall á. „Síðan að kreppan mikla skall á höfum við séð umferðina falla,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur á samgönguskrifstofu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum með mælingar á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Ártúnsbrekku og á öllum þessum stöðum hefur umferðin dregist verulega saman. Umferðarþungi er nokkuð breytileg stærð, það eru miklar sveiflur í þessu en þegar það er litið heildstætt yfir þetta má segja að það sé komin svipuð umferð og var á árunum 2002 og 2003.“ Hún segir að samkvæmt mælingum þessa vikuna hafi meðalumferð á virkum degi um Kringlumýrarbraut verið 60.961 bílferð sem er um sex þúsund ferðum minna en á sama tíma í fyrra. Munurinn er rúm níu prósent sem er sami samdráttur og mælst hefur í umferð um Ártúnsbrekku. En hvað veldur? Björg nefnir þrjú atriði. „Það hefur verið meiri aðsókn í strætó, eins vitum við að margir hafa misst vinnuna undanfarið og eru því ekki að aka til vinnu og síðan hefur þeim fjölgað töluvert sem fara leiðar sinnar á reiðhjólum.“ Björg segir að fyrst á haustin, þegar skólar byrji, sé umferðarþunginn oftast mestur. „En síðan er eins og fólk finni rétta taktinn og þá liðkast aðeins um.“ Kristján Ó. Guðnason, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar hafi menn orðið varir við þennan samdrátt. Hann ítrekar að þótt umferðarþunginn sé mestur frá hálfsjö til níu megi finna „gloppur“ á því tímabili þar sem færri eru á ferli. „Flestir eiga greinilega að mæta klukkan átta og því er umferðarþunginn afar mikill síðustu tuttugu mínúturnar fyrir átta,“ segir hann. „Það er því alveg gráupplagt ef einhverjir fá leyfi vinnuveitenda til að mæta aðeins síðar, þá geta þeir lagt af stað upp úr átta þegar umferðin er ekki eins þung og mætt í betra skapi til vinnu. Það er algjör óþarfi að allir séu á ferðinni á sama tíma.“ Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira
„Síðan að kreppan mikla skall á höfum við séð umferðina falla,“ segir Björg Helgadóttir, landfræðingur á samgönguskrifstofu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum með mælingar á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Ártúnsbrekku og á öllum þessum stöðum hefur umferðin dregist verulega saman. Umferðarþungi er nokkuð breytileg stærð, það eru miklar sveiflur í þessu en þegar það er litið heildstætt yfir þetta má segja að það sé komin svipuð umferð og var á árunum 2002 og 2003.“ Hún segir að samkvæmt mælingum þessa vikuna hafi meðalumferð á virkum degi um Kringlumýrarbraut verið 60.961 bílferð sem er um sex þúsund ferðum minna en á sama tíma í fyrra. Munurinn er rúm níu prósent sem er sami samdráttur og mælst hefur í umferð um Ártúnsbrekku. En hvað veldur? Björg nefnir þrjú atriði. „Það hefur verið meiri aðsókn í strætó, eins vitum við að margir hafa misst vinnuna undanfarið og eru því ekki að aka til vinnu og síðan hefur þeim fjölgað töluvert sem fara leiðar sinnar á reiðhjólum.“ Björg segir að fyrst á haustin, þegar skólar byrji, sé umferðarþunginn oftast mestur. „En síðan er eins og fólk finni rétta taktinn og þá liðkast aðeins um.“ Kristján Ó. Guðnason, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar hafi menn orðið varir við þennan samdrátt. Hann ítrekar að þótt umferðarþunginn sé mestur frá hálfsjö til níu megi finna „gloppur“ á því tímabili þar sem færri eru á ferli. „Flestir eiga greinilega að mæta klukkan átta og því er umferðarþunginn afar mikill síðustu tuttugu mínúturnar fyrir átta,“ segir hann. „Það er því alveg gráupplagt ef einhverjir fá leyfi vinnuveitenda til að mæta aðeins síðar, þá geta þeir lagt af stað upp úr átta þegar umferðin er ekki eins þung og mætt í betra skapi til vinnu. Það er algjör óþarfi að allir séu á ferðinni á sama tíma.“
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira