Gjaldeyrishöftin munu skaða íslenskt efnahagslíf 29. nóvember 2008 11:56 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aflétta ekki gjaldeyrishöftum þegar krónan verður sett á flot mun skaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann telur að þær aðgerðir sem nú á að fara í séu síst til þess fallnar að endurvekja traust á íslensku fjármálakerfi. Sett eru ströng skilyrði um fjármagnsflutninga milli landa og seðlabankanum gefnar víðtækar heimildir til að takmarka gjaldeyrisviðskipti samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Öll gjaldeyrisviðskipti voru takmörkuð þegar bankarnir hrundu í síðasta mánuði. Seðlabankinn mun væntanlega setja krónuna á flot á næstu dögum samkvæmt samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ljóst er að gjaldeyriviðskipti verða þó ennþá háð takmörkunum og er það gert til að styrkja gengi krónunnar og koma í veg fyrir hrun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt þessi lög og telur að gjaldeyrishömlurnar muni skaða íslenskt viðskiptalíf. Telur hann vænlegra að setja krónuna á flot án takmarkana. Undir það tekur Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Við erum búnir að leggja það til allan tímann að taka slaginn, setja krónuna á flot og það er lang snyrtilegast. Það er þá til þess fallið að endurvekja það traust á fjármálakerfinu sem við erum sannanlega búin að missa. Við óttumst það að þessi aðgerði seinki því enn að þetta traust verði endurvakið og það er mjög alvarlegur hlutu fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Andrés. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir Seðlabankann ekki hafa haft marga kosti í stöðunni. „Það var niðurstaðan eftir að hafa rætt þetta mál til þaula við sérfræðinga IMF á sviði gjaldeyrismála og gjaldeyrishafta að þessi leið yrði sársaukaminni en hin sem að auðvitað kom til greina, að aflétta af öllum höftum í einu og láta gengið falla og reyna rétta það af á lengri tíma. Niðurstaðan varð sú að það yrði of mikil áhætta tekin með því vegna hinnar miklu skuldsetningar bæði heimila og fyrirtækja sem er hér á landi," segir Arnór. Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aflétta ekki gjaldeyrishöftum þegar krónan verður sett á flot mun skaða íslenskt viðskiptalíf. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann telur að þær aðgerðir sem nú á að fara í séu síst til þess fallnar að endurvekja traust á íslensku fjármálakerfi. Sett eru ströng skilyrði um fjármagnsflutninga milli landa og seðlabankanum gefnar víðtækar heimildir til að takmarka gjaldeyrisviðskipti samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Öll gjaldeyrisviðskipti voru takmörkuð þegar bankarnir hrundu í síðasta mánuði. Seðlabankinn mun væntanlega setja krónuna á flot á næstu dögum samkvæmt samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ljóst er að gjaldeyriviðskipti verða þó ennþá háð takmörkunum og er það gert til að styrkja gengi krónunnar og koma í veg fyrir hrun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt þessi lög og telur að gjaldeyrishömlurnar muni skaða íslenskt viðskiptalíf. Telur hann vænlegra að setja krónuna á flot án takmarkana. Undir það tekur Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Við erum búnir að leggja það til allan tímann að taka slaginn, setja krónuna á flot og það er lang snyrtilegast. Það er þá til þess fallið að endurvekja það traust á fjármálakerfinu sem við erum sannanlega búin að missa. Við óttumst það að þessi aðgerði seinki því enn að þetta traust verði endurvakið og það er mjög alvarlegur hlutu fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Andrés. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir Seðlabankann ekki hafa haft marga kosti í stöðunni. „Það var niðurstaðan eftir að hafa rætt þetta mál til þaula við sérfræðinga IMF á sviði gjaldeyrismála og gjaldeyrishafta að þessi leið yrði sársaukaminni en hin sem að auðvitað kom til greina, að aflétta af öllum höftum í einu og láta gengið falla og reyna rétta það af á lengri tíma. Niðurstaðan varð sú að það yrði of mikil áhætta tekin með því vegna hinnar miklu skuldsetningar bæði heimila og fyrirtækja sem er hér á landi," segir Arnór.
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira