Erlent

Einn ódæðismaður verst enn á Taj Mahal hótelinu

Indverskar öryggissveitir telja að einn hryðjuverkamaður leiki enn lausum hala á Taj Mahal hótelinu í Mumbai. Hann er sagður hafa komið sér vel fyrir þannig að ómögulegt hefur verið að vinna á honum. Hann virðist vera vel vopnum búinn og kastar hann handsprengjum í átt að hermönnum sem reyna að nálgast hann. Dánartalan eftir árásirnar sem hófust í fyrradag er nú 160 og eru fjölmargir slasaðir.

Enn er óljóst hverjr stóðu að árásunum en Indversk yfirvöld hafa sakað Pakistana um að tengjast þeim. Einn af hryðjuverkamönnunum náðist á lífi og er hann með pakistanskan ríkisborgararétt. Pakistan þvertekur hins vegar að tengjast ódæðismönnunum. En hverjir sem Árásarmennirnir eru er ljóst að þeir voru afar vel þjálfaðir og búnir nýtísku vélbyssum og sprengjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×