Erlent

Selja má Sarkozy-vúdúbrúðu

Dómurinn skyldar seljandann til að taka fram að það særi virðingu forsetans að stinga nálum í brúðuna.
Dómurinn skyldar seljandann til að taka fram að það særi virðingu forsetans að stinga nálum í brúðuna. nordicphotos/afp

Franskur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað að vúdú-brúður af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, megi selja, með því skilyrði að með fylgi áminning um að það særi virðingu persónu forsetans að stinga nálum í brúðuna.

Lögmaður Sarkozys hafði farið fram á að brúðurnar yrðu teknar úr sölu, á þeim forsendum að forsetinn ætti eins og hver annar einstaklingur réttinn á persónu-ímynd sinni.

Áfrýjunardómurinn staðfesti úrskurð héraðsdóms um að selja mætti brúðurnar í nafni tjáningarfrelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×