Erlent

Hitti báða Castro-bræður

Medvedev og Raúl Castro í Havana.
Medvedev og Raúl Castro í Havana. fréttablaðið/ap

Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, eyddi megninu af gærdeginum með Raúl Castro Kúbuforseta, átti við hann viðræður um samstarf Kúbu og Rússlands og naut leiðsagnar hans í skoðunarferðum. Medvedev hitti líka bróður Raúls, byltingarforingjann Fídel, á sjúkrabeði hans í Havana.

Medvedev sagði að Rússar væru að treysta stjórnmálatengsl sín við þjóðir Rómönsku Ameríku. Kúba var fjórða landið í þessari fyrstu ferð rússnesks forseta um þennan heimshluta sem Bandaríkjamenn hafa löngum litið á sem „bakgarð“ sinn. Áður kom hann við í Níkaragva, Bólivíu og Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×