Innlent

Gjaldeyrislög fá misjafnar undirtektir

Ríkisstjórnin hefur sett íslenskt atvinnulíf nokkra áratugi aftur í tímann með setningu nýrra laga um gjaldeyrismál að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Skásti kosturinn í stöðunni segir aðalhagfræðingur Seðlabankans.

Lögin voru samþykkt á Alþingi í nótt en með þeim fær Seðlabankinn viðtækar heimildir til að takmarka eða stöðva tímabundið gjaldeyrisviðskipti. Marmiðið er að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og styrkja gengi krónunnar. Verslunarmenn eru þó ósáttir og segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu að verið sé að færa íslenskt atvinnulíf nokkra áratugi aftur í tímann.

Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir þetta vera slæman kost en þann eina sem sé í núverandi stöðu. „Með þessum hætti komumst við hjá því að lenda í enn frekari vandræðum vegna mikils útflæðis á gjaldeyri og falls á krónunni sem að mundi leiða til þess að ísland yrði fyrir enn meiri álitshnekki erlendis en orðið hefur."

Margir hafa gagnrýnt lögin og telja einboðið að þau fæli erlenda fjárfesta frá íslandi og komi í veg fyrir að útflytjendur vilji flytja gjaldeyri til landsins. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir þó ekki standa á útgerðarmönnum. „Við munum alveg öruggleg fara eftir skilaskyldunni. Við ætlum að taka á með ríkisstjórnni og stjórnvöldvöldum að byggja hér upp á ný. Þá er einna mikilvægast að styrkja gengi krónunnar og ná niður vöxtum og verðbólgu. Þannig að þetta eru algerlega sömu markmið og við höfum," segir Friðrik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×