Erlent

Umsátrinu í Mumbai lokið

Umsátrinu um hið fornfræga hótel Taj Mahal í Múmbai á Indlandi er loks á enda. Víkingasveit indverska hersins sem kallast Svörtu kettirnir fóru herbergi úr herbergi á hótelinu til þess að ráða niðurlögum síðustu hryðjuverkamannanna sem réðust til atlögu síðasliðinn föstudag.

Að minnsta kosti 195 létu lífið í árásinni. Líklegt er talið að al-Kaida hafi átt einhvern þátt í árásinni þar sem hryðjuverkamennirnir sóttust sérstaklega eftir að myrða Bandaríkjamenn og Breta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×