Innlent

Nóttin tíðindalítil hjá lögreglu

Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Tveir þeirra enduðu för sína á ljósastaur, annar á Sæbraut við Kirkjusand, og hinn í Austurstræti. Ökumenn sakaði ekki. Þá var tilkynnt um eina líkamsárás þegar manni var hrint í leigubílaröðinni í Austurstræti. Nóttin var að öðru leiti tíðindalítil í Reykjavík.

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað á Akureyri í nótt eftir að hann ógnaði öðrum manni með hnífi. Mennirnir þekktust ekki að sögn lögreglu en árásarmaðurinn var mjög drukkinn. Hann gisti fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í dag. Þá var annar maður handtekinn eftir slagsmál á skemmtistað og fékk sá einnig að gista fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×