Innlent

Aðgerðir Breta gegn Landsbanka ræddar í dag

Aðgerðir breskra stjórnvalda gegn Landsbankanum í Bretlandi voru ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í dag. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins óskaði eftir því að beiting Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum yrði rædd á þinginu.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, vakti í ræðu sinni athygli á hugsanlegri misbeitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalöggjöfinni. Hann sagði slæmt fordæmisgildi geta hlotist af beitinu laganna þegar gripið væri til þeirra þegar ekki væri um raunverulega hryðjuverkaógn að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×