Innlent

Afhentu undirskriftir gegn niðurrifi húsa við Laugaveg

Anna Þórisdóttir íbúi við Laugaveg, Magnús Skúlason formaður íbúasamtaka miðborgar, Júlíus Vífill Ingvarsson formaður skipulagsráðs og Eva María Jónsdóttir fyrrverandi formaður íbúasamtakanna.
Anna Þórisdóttir íbúi við Laugaveg, Magnús Skúlason formaður íbúasamtaka miðborgar, Júlíus Vífill Ingvarsson formaður skipulagsráðs og Eva María Jónsdóttir fyrrverandi formaður íbúasamtakanna.

Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur, var í morgun afhentur listi með undirskriftum 330 íbúa sem mótmæla niðurrifi húsanna við Laugaveg og fyrirhugaðri byggingu Listaháskóla Íslands.

Fram kemur í tilkynningu að gengið hafi verið í hús í nánasta umhverfi fyrirhugaðrar byggingar og undirskriftum safnað.

Undirskriftunum var safnað á þriggja vikna tímabili í september en henni var hætt þegar aðstæður breyttust skyndilega í þjóðfélaginu. ,,Aðallega vegna þess að ólíklegt þótti að ráðist yrði í þessar framkvæmdir í nánustu framtíð. Ef ákveðið verður að halda áfram með byggingu skólans í óbreyttri mynd má búast við að söfnun undirskrifta verði einnig haldið áfram," segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×