Erlent

Bújarðasvipting dæmd ólögleg

Hvítir bændur í Simb­abve sem sviptir hafa verið jörðum sínum fyrir utan dómstól í Harare. nordicphotos/afp
Hvítir bændur í Simb­abve sem sviptir hafa verið jörðum sínum fyrir utan dómstól í Harare. nordicphotos/afp

Dómstóll sem settur var á fót af samtökum ríkja í sunnanverðri Afríku og hefur aðsetur í Namibíu hefur úrskurðað að 77 hvítir Simbabvemenn geti haldið bújörðum sínum; þeir hafi verið sviptir þeim með ólögmætum hætti þar sem landtökustefna stjórnvalda byggði á kynþáttamisrétti.

Ósennilegt er þó að dómurinn komist til framkvæmda í því uppnámi sem stjórn- og efnahagskerfi Simbabve er í. Robert Mugabe forseti hóf að hrinda harkalegri landtökustefnu sinni í framkvæmd árið 2000, þar sem jarðir hvítra bænda voru gefnar pólitískum skjólstæðingum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×