Innlent

Ekki til fé fyrir floti krónunnar

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason.

„Þetta bendir til þess að menn telji sig ekki hafa nógu mikinn gjaldeyri til þess að fleyta krónunni alveg," segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrverandi bankastjóri Landsbankans, um ný lög og reglur um gjaldeyrisviðskipti.

Sigurjón telur að yfirvöld óttist að ráða ekki við útstreymi gjaldeyris ef höftin væru engin. „En þetta þýðir auðvitað að það verða áfram tveir markaðir með krónuna. Eitt gengi verður á Íslandi og annað erlendis þar sem fullkomið frelsi er."

Sigurjón segir að án skilaskyldu á gjaldeyri gæti myndast afar óheppileg staða fyrir þjóðfélagið. „Þá myndi gjaldeyririnn íslenski allur liggja úti og markaðurinn á Íslandi myndi aldrei ná að byggjast upp aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×