Innlent

Skíðasvæðin á norðurlandi opin í dag

Nægur snjór er á skíðasvæðinu í Skarði við Siglufjörð.
Nægur snjór er á skíðasvæðinu í Skarði við Siglufjörð. MYND/fjallabyggd.is
Norðlendingar ættu að geta skellt sér á skíði í dag. Skíðasvæðið í Tindastóli er opið til klukkan fimm í dag. Mikið hefur snjóað síðustu daga og því gott skíðafæri. Gestir ættu þó að búa sig vel því að sjö gráðu frost er á svæðinu. Þá er skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan ellefu til fimm í dag og skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×