Innlent

Vilji til að halda byggingu tónlistarhússins áfram

Það má ekki gerast að tónlistarhúsið verði gapandi sár í miðborginni, segir menntamálaráðherra. Borgarstjóri og menntamálaráðherra munu hittast í næstu viku til að fara yfir hvernig ríki og borg geti haldið áfram með verkefnið.

Fréttastofa Stöðvar tvö sagði frá því í gær að Portus hafi gefist upp á verkefninu. Félagið hafði verið í viðræðum við Austurhöfn, sem er í eigu ríkis og borgar, um að yfirtaka verkefnið en engin niðurstaða hafði fengist. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir pólitískan vilja fyrir því að halda verkefninu áfram.

Náist ekki samkomulag milli ríkis og borgar að halda verkinu áfram er gert ráð fyrir að framkvæmdir muni stöðvast í næstu viku. Ekki náðist í Sigurð Ragnarsson, framkvæmdastjóra Austurhafnaverkefnisins hjá íslenskum aðalverktökum, til að svara því hvort að einhverjum af þeim 200 starfsmönnum sem vinna að byggingu hússins hafi verið sagt upp störfum.

Þorgerður Katrín segir mikilvægt að halda verkinu áfram m.a. til þess að halda uppi atvinnustiginu í landinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×