Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 19:03 Emmanuel Macron og Freidrich Merz, leiðtogar Frakklands og Þýskalands. AP/Thomas Mukoya Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, varaði Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, við því að hann þyrfti að fara mjög varlega. „Þeir eru að spila með bæði ykkur og okkur,“ sagði Merz og er hann talinn hafa verið að ræða þá Steve Witkoff og Jared Kushner sem ferðuðust til Moskvu í vikunni og ræddu við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Þetta sögðu leiðtogarnir í hópsímtali þó nokkurra leiðtoga Evrópu á mánudaginn, samkvæmt blaðamönnum Spiegel, sem hafa komið höndum yfir minnispunkta um símtalið. Auk Macrons, Merz og Selenskís tóku Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Alexander Stubb forseti Finnlands, Donald Tusk forsætisráðherra Póllands, Girogia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr forsætisráðherra Noregs, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, einnig þátt í símtalinu. Spiegel segir aðra en Macron og Merz hafa lýst yfir áhyggjum vegna erindrekanna umdeildu. Varaði við svikum Þegar Macron var að tala um viðræður Witkoffs og Kushners við Rússa sagði hann að mögulegt væri að Bandaríkjamenn gætu svikið Úkraínu- og Evrópumenn hvað varðar landsvæði í Úkraínu og öryggistryggingar. Viðræður um landsvæði eru líklega þær erfiðustu þegar kemur að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Pútín hefur á undanförnum dögum krafist þess að Úkraínumenn hörfi frá öllu Donbas-svæðinu svokallaða. Annars muni Rússar leggja það undir sig. Sjá einnig: Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Trump og meðlimir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað gefið til kynna að þeir séu hlynntir því en Úkraínumenn segja það ekki koma til greina. Umrætt svæði þykir mjög víggirt og þar búa fjölmargir Úkraínumenn. Stubb sagði á einum tímapunkti í umræddu símtali að ekki væri hægt að bandarísku erindrekunum að einangra Úkraínumenn. „Við megum ekki skilja Úkraínu og Vólódímír eina með þeim,“ sagði Stubb og tók Rutte undir það. Evrópu að ákveða hvað gera eigi við peningana Umræður á símafundinum snerust einnig um frysta sjóði Rússa í Evrópu og hvernig ætti að nýta þá. Margir leiðtogar Evrópu vilja nota þá til að hjálpa Úkraínu á komandi árum en um töluverða fjármuni er að ræða. Af þeim rússnesku peningum sem um er að ræða eru um 140 milljarðar evra í belgískum bönkum en um 25 milljarðar eru í öðrum bönkum innan ESB. Í friðaráætlun sem Witkoff, Kushner og rússneski auðjöfurinn Kiril Dmitríev, eru sagðir hafa samið nýlega var lagt til að hluti þessara peninga færi í fjárfestingarverkefni til enduruppbyggingar í Úkraínu. Ríki Evrópu áttu einnig að setja fúlgur fjár í þennan sjóð en Bandaríkjamenn áttu að hirða helminginn af öllum hagnaði sem kæmi úr honum. Restin átti að fara í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa til að bæta samskipti ríkjanna. Leiðtogar Evrópu vilja nota frystar eigur Rússa til að styrkja varnir Úkraínu og tryggja rekstur úkraínska ríkisins og stendur til að greiða atkvæði um tillögu þar að lútandi seinna í mánuðinum. Ráðamenn í Belgíu hafa þó lýst sig andsnúna því. Á símafundinum eru leiðtogarnir sagðir hafa verið sammála um það að gera þyrfti Bandaríkjamönnum ljóst að þessir frystu sjóðir Rússa í Evrópu kæmu þeim í raun ekki við. Það væri Evrópumanna að ákveða hvað ætti að gera við þá. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland NATO Evrópusambandið Vladimír Pútín Donald Trump Finnland Pólland Ítalía Danmörk Noregur Hernaður Tengdar fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, varaði Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, við því að hann þyrfti að fara mjög varlega. „Þeir eru að spila með bæði ykkur og okkur,“ sagði Merz og er hann talinn hafa verið að ræða þá Steve Witkoff og Jared Kushner sem ferðuðust til Moskvu í vikunni og ræddu við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Þetta sögðu leiðtogarnir í hópsímtali þó nokkurra leiðtoga Evrópu á mánudaginn, samkvæmt blaðamönnum Spiegel, sem hafa komið höndum yfir minnispunkta um símtalið. Auk Macrons, Merz og Selenskís tóku Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Alexander Stubb forseti Finnlands, Donald Tusk forsætisráðherra Póllands, Girogia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr forsætisráðherra Noregs, Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, einnig þátt í símtalinu. Spiegel segir aðra en Macron og Merz hafa lýst yfir áhyggjum vegna erindrekanna umdeildu. Varaði við svikum Þegar Macron var að tala um viðræður Witkoffs og Kushners við Rússa sagði hann að mögulegt væri að Bandaríkjamenn gætu svikið Úkraínu- og Evrópumenn hvað varðar landsvæði í Úkraínu og öryggistryggingar. Viðræður um landsvæði eru líklega þær erfiðustu þegar kemur að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Pútín hefur á undanförnum dögum krafist þess að Úkraínumenn hörfi frá öllu Donbas-svæðinu svokallaða. Annars muni Rússar leggja það undir sig. Sjá einnig: Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Trump og meðlimir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað gefið til kynna að þeir séu hlynntir því en Úkraínumenn segja það ekki koma til greina. Umrætt svæði þykir mjög víggirt og þar búa fjölmargir Úkraínumenn. Stubb sagði á einum tímapunkti í umræddu símtali að ekki væri hægt að bandarísku erindrekunum að einangra Úkraínumenn. „Við megum ekki skilja Úkraínu og Vólódímír eina með þeim,“ sagði Stubb og tók Rutte undir það. Evrópu að ákveða hvað gera eigi við peningana Umræður á símafundinum snerust einnig um frysta sjóði Rússa í Evrópu og hvernig ætti að nýta þá. Margir leiðtogar Evrópu vilja nota þá til að hjálpa Úkraínu á komandi árum en um töluverða fjármuni er að ræða. Af þeim rússnesku peningum sem um er að ræða eru um 140 milljarðar evra í belgískum bönkum en um 25 milljarðar eru í öðrum bönkum innan ESB. Í friðaráætlun sem Witkoff, Kushner og rússneski auðjöfurinn Kiril Dmitríev, eru sagðir hafa samið nýlega var lagt til að hluti þessara peninga færi í fjárfestingarverkefni til enduruppbyggingar í Úkraínu. Ríki Evrópu áttu einnig að setja fúlgur fjár í þennan sjóð en Bandaríkjamenn áttu að hirða helminginn af öllum hagnaði sem kæmi úr honum. Restin átti að fara í sameiginlegar fjárfestingar Bandaríkjamanna og Rússa til að bæta samskipti ríkjanna. Leiðtogar Evrópu vilja nota frystar eigur Rússa til að styrkja varnir Úkraínu og tryggja rekstur úkraínska ríkisins og stendur til að greiða atkvæði um tillögu þar að lútandi seinna í mánuðinum. Ráðamenn í Belgíu hafa þó lýst sig andsnúna því. Á símafundinum eru leiðtogarnir sagðir hafa verið sammála um það að gera þyrfti Bandaríkjamönnum ljóst að þessir frystu sjóðir Rússa í Evrópu kæmu þeim í raun ekki við. Það væri Evrópumanna að ákveða hvað ætti að gera við þá.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland NATO Evrópusambandið Vladimír Pútín Donald Trump Finnland Pólland Ítalía Danmörk Noregur Hernaður Tengdar fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22
Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð