Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2025 23:49 Marco Rubio með Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu. AP Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. Fundurinn fór fram í Florida á sunnudaginn, en ásamt Rubio og úkraínsku nefndinni sat fundinn Steve Witkoff, sérstakur erindreki og samningamaður Bandaríkjastjórnar, og Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump. Witkoff mun síðar í þessari viku funda með Vladímír Pútin Rússlandsforseta. Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, fer nú einnig fyrir úkraínsku samninganefndinni, eftir að Andriy Yermak, helsti bandamaður Selenskí sagði af sér í kjölfar spillingarmáls. Fundurinn kemur í kjölfar 28-liða friðaráætlunar sem Bandaríkjamenn kynntu fyrir tveimur vikum. Áætlunin þykir halla á Úkraínu að mati evrópskra ráðamanna. Haft er eftir Marco Rubio á vef BBC að áætlunin snúi ekki bara að því að binda enda á átökin, heldur leggja línurnar fyrir farsæld Úkráinu til frambúðar. Fram kemur að hann hafi sagt við úkraínsku sendinefndina að markmiðið með friðarviðræðunum við Rússa væri að sjá til þess að Úkraína verði áfram sjálfstæð og farsæl. Rustem Umerov sagði eftir fundinn að verið væri að ræða framtíð Úkraínu, um öryggisráðstafanir, langvarandi frið í Úkraínu, og hvernig ætti að byggja landið upp á nýjan leik. „Bandaríkin heyra til okkar. Bandaríkin styðja við okkur og vinna með okkur,“ sagði Umerov, og bætti því við að fundurinn hefði verið afkastamikill og góður gangur væri í viðræðunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fundurinn fór fram í Florida á sunnudaginn, en ásamt Rubio og úkraínsku nefndinni sat fundinn Steve Witkoff, sérstakur erindreki og samningamaður Bandaríkjastjórnar, og Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump. Witkoff mun síðar í þessari viku funda með Vladímír Pútin Rússlandsforseta. Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, fer nú einnig fyrir úkraínsku samninganefndinni, eftir að Andriy Yermak, helsti bandamaður Selenskí sagði af sér í kjölfar spillingarmáls. Fundurinn kemur í kjölfar 28-liða friðaráætlunar sem Bandaríkjamenn kynntu fyrir tveimur vikum. Áætlunin þykir halla á Úkraínu að mati evrópskra ráðamanna. Haft er eftir Marco Rubio á vef BBC að áætlunin snúi ekki bara að því að binda enda á átökin, heldur leggja línurnar fyrir farsæld Úkráinu til frambúðar. Fram kemur að hann hafi sagt við úkraínsku sendinefndina að markmiðið með friðarviðræðunum við Rússa væri að sjá til þess að Úkraína verði áfram sjálfstæð og farsæl. Rustem Umerov sagði eftir fundinn að verið væri að ræða framtíð Úkraínu, um öryggisráðstafanir, langvarandi frið í Úkraínu, og hvernig ætti að byggja landið upp á nýjan leik. „Bandaríkin heyra til okkar. Bandaríkin styðja við okkur og vinna með okkur,“ sagði Umerov, og bætti því við að fundurinn hefði verið afkastamikill og góður gangur væri í viðræðunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira