Danmörk

Fréttamynd

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Novo Nordisk steypist niður

Hlutabréfaverð í danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur steypst um hátt í tuttugu prósent um leið og væntingar af lyfjasölu í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Í miðju blóðbaðinu tilkynnti fyrirtækið að það hafi valið sér nýjan forstjóra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent
Fréttamynd

Af­komanda Trampe greifa hleypt inn í Al­þingis­húsið

Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán fengu út­hlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi

Fjórtán fengu úthlutun fræðimannsíbúðar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá ágústlokum í ár til sama tíma 2026. Alls bárust 58 gildar umsóknar og meðal þeirra sem fengu úthlutað eru Eiríkur Bergmann, Salvör Nordal, Sigrún Eldjárn og Brynja Þorgeirsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára drengur drukknaði á Hróars­keldu

Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði.

Erlent
Fréttamynd

Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag?

„Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Lífið
Fréttamynd

Greindi þátt al­mennings og fjöl­miðla í máli „strokufangans“

Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“.

Innlent
Fréttamynd

Flügger rann­sakað fyrir brot á við­skipta­þvingunum

Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Alltaf leiðinda­mál að lenda í svona“

Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pólitískt hug­rekki og pólitískt hug­leysi: ó­lík stefna tveggja systurflokka

Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál.

Skoðun