Danmörk

Fréttamynd

Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna

Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað

Erlent
Fréttamynd

„Ein mikil­­vægasta bygging Dan­­merkur“

Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur veitinga­staður slær í gegn í Dan­mörku

Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. 

Lífið
Fréttamynd

Vill inn­flytj­endur frá „huggulegum“ löndum eins og Dan­mörku

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll

Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun.

Erlent
Fréttamynd

Vill að Fær­eyjar fái nýjan flug­völl

Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins.

Erlent
Fréttamynd

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina

Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sig­ur Daní­els á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Danskur draumur við strand­lengjuna

Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. 

Lífið
Fréttamynd

Kann ekki að gefast upp

Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Danir lengja her­skylduna

Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála.

Erlent
Fréttamynd

Senda fleiri eld­flaugar og fall­byssur til Úkraínu

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jót­landi

Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið.

Erlent
Fréttamynd

Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Fær­eyjum

Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið
Fréttamynd

Danir skuli forðast fjölda­samkomur vegna hryðjuverkahættu

Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum.

Erlent
Fréttamynd

Danska demantadrottningin snúin aftur

Í byrjun árs gaf danska demantadrottningin Katerina Pitzner sjálfri sér frí frá samfélagsmiðlum í 54 ára afmælisgjöf. Hún hefur nú ákveðið að logga sig aftur inn á Instagram eftir nauðsynlegt hlé með öðrum áherslum. Pitzner er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Danmerkur og keppast dönsku slúðurmiðlarnir við að flytja af henni fréttir.

Lífið
Fréttamynd

143 græn­lenskar konur stefna danska ríkinu

Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Dönsk pönnukökuterta að hætti verðlaunabakara

Danska sjarmatröllið Frederik Haun deildi uppskrift að einfaldri pönnukökutertu með mascarpone-osti og ferskum berjum á Instagram-síðu sinni. Íslendingar og Danir eiga það sameiginlegt að elska pönnukökur. Ljúffeng terta tilvalin með kaffinu á konudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Missti sjón á öðru auga eftir sýruárás ofbeldismanna

Nicolai Engelbrecht hefur helgað líf sitt að hjálpa föngum og fólki almennt, eftir að hafa sjálfur sloppið úr verstu glæpagengjum Danmerkur. Hann missti sjón á öðru auga eftir sýruárás í Kaupmannahöfn. Hann eignaðist nýlega dóttur með íslenskri konu sinni og leggur sig enn frekar fram að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Lífið
Fréttamynd

Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli

Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music.

Erlent