„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. „Ég er með um það bil eitt stríð á mánuði,“ sagði Trump í Skotlandi í síðasta mánuði. Eftir að honum snerist hugur í síðustu viku um að krefja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um vopnahlé í Úkraínu og sagðist Trump á mánudaginn þess í stað vilja fara beint í friðarviðræður vísaði hann til þess að hafa bundið enda á sex stríð og sagði það hafa gerst með friðarviðræðum en ekki vopnahléum. „Ég held að þú þurfir ekki vopnahlé.“ Þetta sagði Trump við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á mánudaginn. Þá sagði hann að önnur fylkingin gæti notað vopnahlé til að styrkja sig og það vildi hin hliðin ekki. Hann hafði fundað með Pútín nokkrum dögum áður. Í frétt Guardian er þó tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hann sjálfur ítrekað talað um vopnahlé í tengslum við þau átök sem hann segist hafa stöðvað. Í gær sagðist hann svo hafa bundið enda á sjö stríð og sagði að með því að binda enda á stríð vildi hann komast til himnaríkis. Sjá einnig: Segist vilja komast til himna Eins og fram kemur í frétt New York Times rata átök víðsvegar um heiminn iðulega á borði forseta Bandaríkjanna og Donald Trump hefur í mörgum tilfellum ekki hikað við að beita völdum sínum til að reyna að binda enda á þau. Meðal annars hefur hann hótað refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Í einhverjum tilfellum hafa deiluaðilar veitt Trump heiðurinn að því að binda enda á átök en í öðrum er aðkoma hans óljós og jafnvel umdeild. Þá eru önnur tilfelli þar sem átök hafa þegar hafist að nýju. Hvíta húsið hefur gefið út lista yfir þau átök sem Trump á að hafa bundið enda á, samkvæmt frétt BBC. Þar er um að ræða átökin milli Ísrael og Íran í júní. Átökin milli Indlands og Pakistan í vor. Átökin milli Rúanda og Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu. Átökin milli Armeníu og Aserbaídsjan. Meint átök milli Egyptalands og Eþíópíu og þá segist Trump hafa komið í veg fyrir átök milli Serbíu og Kósóvó. Ísrael og Íran Nýjustu átökin milli Ísrael og Íran hófust þann 13. júní í sumar með loftárásum Ísraela og stóðu yfir í tólf daga. Undir lok þeirra átaka tóku Bandaríkjamenn þátt í árásunum á Íran með árás á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran, sem talið er að hafi spilað stóra rullu í að binda enda á átökin, í bili. Ísraelar gátu ekki gert árásir á að minnsta kosti eina þessa rannsóknarstöðva og var hún eitt helsta skotmark þeirra. Þar að auki áttu Ísraelar ekki auðvelt með að halda áfram árásum í Íran, sem er í um 1.500 kílómetra fjarlægð frá Ísrael, um langt skeið. „Það var mér mikill heiður að RÚSTA öllum kjarnorkurannsóknarstöðvum og árásargetu, og síðan, STÖÐVA STRÍÐIÐ,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn eftir árásirnar. Eftir að átökunum lauk staðfestu Íranar aldrei að þeir hefðu samþykkt neins konar vopnahlé eða frið og liggur ekkert samkomulag fyrir milli ríkjanna. Ísraelar hafa sagst tilbúnir til að gera frekari árásir á Íran, stafi þeim ógn af ríkinu, en ráðamenn í Íran segjast hafa sigrað bæði Ísrael og Bandaríkin. Sjá einnig: Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna áætla að árásirnar hafi valdið skaða á þróuðustu rannsóknarstöð Íran, þar sem úran er auðgað, en telja að klerkastjórnin muni á endanum geta haldið auðguninni áfram á öðrum stöðum. Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur mikla líkur á því að núverandi friður sé einungis tímabundinn. Indverskir hermenn í Kasmír.AP/Dar Yasin Indland og Pakistan Eftir að vígamenn myrtu 26 óbreytta borgara Indlandsmegin í Kasmírhéraði í vor jókst spennan milli Indlands og Pakistan hratt. Á stuttum tíma fóru herir ríkjanna að skjóta eldflaugum og sprengikúlum yfir landamærin og kom til tiltölulega umfangsmikilla átaka yfir nokkra daga. Trump hefur eignað sér heiðurinn að því að hafa bundið enda á þau átök en deilt er um hve stóra rullu hann spilaði. Ráðamenn í Indlandi segja Pakistana hafa beðið um viðræður um vopnahlé vegna árása Indverja. Því neita Pakistanar og hafa þakkað Trump fyrir aðstoðina við að binda enda á átökin. Pakistanar hafa sagst ætla að tilnefna Trump til friðarverðlaunanna. Þetta hefur leitt til versnandi sambands milli Bandaríkjanna og Indlands og hefur það meðal annars sést á því hvernig Trump hefur beitt tollum. Pakistanar standa frammi fyrir nítján prósenta tollum en Trump hefur beitt fimmtíu prósenta tollum gegn Indlandi. Indverjar og Pakistanar hafa oft í gegnum árin gert árásir á hvora aðra og hafa þeir ekki gert friðarsamkomulag sín á milli. Rúanda og Austur-Kongó Fyrr á þessu ári stigmögnuðust langvarandi deilur milli Rúanda og Austur-Kongó enn eina ferðina þegar uppreisnarmenn M23 gerðu mannskæðar og umfangsmiklar árásir í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa lengi notið stuðnings Rúanda og var óttast að átökin myndu leiða til umfangsmikils stríðs milli ríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Sjá einnig: Óttast að átök verði að stóru stríði Æðstu erindrekar ríkjanna komu þó saman í Hvíta húsinu í júní, þar sem þeir skrifuðu undir vopnahléssáttmála og lýsti Trump því sem glæstum sigri friðar og hét því að auka viðskipti milli ríkjanna og Bandaríkjanna. Síðan þá hafa áframhaldandi viðræður ekki gengið eftir og átökin haldið áfram. Báðar fylkingar saka hina ítrekað um að brjóta gegn samkomulaginu. Leiðtogar M23 hótuðu því á mánudaginn að rifta samkomulaginu alfarið vegna meintra brota hers Austur-Kongó á því. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í morgun uppreisnarmenn M23 um að myrða hundruð óbreyttra borgara í síðasta mánuði. New @HRW report confirms killing of 100s civilians by #Rwanda-backed #M23 in eastern #DRCongo in July 2025 - raising concerns of ethnic cleansing.#EU & MS should publicly condemn those crimes, call for end of all violations & sanction those responsible.https://t.co/EWJzce59iA pic.twitter.com/RAMBO56wsd— Philippe Dam (@philippe_dam) August 20, 2025 Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna.AP/Taílenski herinn Taíland og Kambódía Til átaka kom milli Taílands og Kambódíu í síðasta mánuði. Þau hófust þegar fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Ráðamenn beggja ríkja sökuðu hina um að bera ábyrgð á upphafi átakanna en ríkin hafa deilt um löng landamæri sín í áratugi. Þau voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Trump lýsti því yfir þann 26. júlí að hann ætlaði að fara fram á að átökin yrðu stöðvuð og hótaði hann báðum ríkjum umfangsmiklum tollum. Bæði Taíland og Kambódía flytja mikið magn vara til Bandaríkjanna og myndu tollar koma verulega niður á þeim. Með milligöngu Malasíu komust ráðamenn ríkjanna að samkomulagi um vopnahlé þann 28. júlí og þann sjöunda ágúst náðist samkomulag sem ætlað er að draga úr spennu þeirra á milli. Leiðtogar beggja ríkja þökkuðu Trump fyrir aðkomu hans að viðræðunum þegar þeir skrifuðu undir vopnahléið. Armenía og Aserbaídsjan Fyrr í þessum mánuði tók Trump á móti leiðtogum bæði Aserbaídsjan og Armeníu í Hvíta húsinu, þar sem þeir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um að binda enda á langvarandi deilur og átök ríkjanna. Þó ekki hafi verið um friðarsáttmála að ræða hafa leiðtogar beggja ríkja sagt að Trump eigi skilið að fá friðarverðlaunin fyrir aðkomu hans að viðræðum milli ríkjanna. Sjá einnig: Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Deilur ríkjanna hafa að miklu leyti snúist um Nagorno-Karabakh héraðið, sem Aserar hernumdu árið 2023 og ráku Armena á brott. Þá sýndu Aserar mikla yfirburði gegn her Armeníu. Enn eru tálmar í veg langvarandi friðar milli ríkjanna. Aserar krefjast þess til að mynda að Armenar fjarlægi allar tilvísanir í Nagorno-Karabakh úr stjórnarskrá þeirra og þar að auki hafa þeir hernumið smá svæði í Armeníu, sem þeir segja nauðsynlegt að stjórna öryggis þeirra vegna. Landamæri ríkjanna eru enn lokuð og samskipti þeirra á milli takmörkuð. Egyptaland og Eþíópía Engin átök sem Trump gæti hafa bundið enda á hefur átt sér stað milli Egyptalands og Eþíópíu en þess í stað hafa ríkin átt í nokkuð miklum deilum um árabil. Deilurnar snúast um stærstu stíflu Afríku sem verið er að reisa í Eþíópíu og Egyptar og Súdanar óttast muni koma verulega niður á þeim og leiða til vatnsskorts og uppskerubrests. Stíflun árinnar Bláa Níl hófst árið 2011 en um áttatíu prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur úr þeirri á. Yfirvöld í Eþíópíu segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Trump sagði árið 2020 að ráðamenn í Egyptalandi hefðu hótað því að sprengja stífluna í loft upp og hefur hann nú eignað sér heiður að því að koma í veg fyrir átök ríkjanna á milli á undanförnum mánuðum. NYT segir Trump þó hafa lítið gert til að reyna að miðla milli ríkjanna, þó hann hafi sagst ætla að leysa málið fljótt. Ráðamenn í Eþíópíu hafi nýverið tilkynnt að stíflan sé fullsmíðuð og að hún verði formlega vígð í næsta mánuði. Enginn samningur liggur fyrir ríkjanna á milli og Egyptar segja viðræður hafa strandað. Serbía og Kósovó Svipaða sögu er að segja af átökunum milli Serbíu og Kósovó sem Trump segist hafa komið í veg fyrir. Forsetinn hélt því fram í lok júní að Serbar hafi ætlað að gera innrás í Kósovó. „Ég sagði, ef þið gerið það verða engin viðskipti við Bandaríkin. Þeir sögðu, jæja, kannski gerum við það ekki,“ sagði Trump. Mikill spenna hefur ríkt milli ríkjanna um langt og hún hefur aukist á undanförnum árum. Serbar hafa ekki viljað viðurkenna sjálfstæði Kósovó, sem ráðamenn þar lýstu einhliða yfir árið 2008. Yfir hundrað ríki hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó og NATO hefur sent friðargæsluliða þangað. Ekki hefur þó komið til átaka þeirra á milli og er fátt sem bendir til þess að Trump hafi í rauninni gert nokkuð til að viðhalda friði á svæðinu. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Samkvæmt BBC hefur Hvíta húsið vísað til þess að árið 2020, á fyrra kjörtímabili Trumps, hafi erindrekar ríkjanna skrifað undir samkomulag um aukna samvinnu í Hvíta húsinu. Samkomulag þetta hefur þó haft litlar raunverulegar afleiðingar. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Ísrael Íran Indland Pakistan Rúanda Austur-Kongó Nóbelsverðlaun Taíland Kambódía Armenía Aserbaídsjan Egyptaland Eþíópía Serbía Kósovó NATO Fréttaskýringar Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Ég er með um það bil eitt stríð á mánuði,“ sagði Trump í Skotlandi í síðasta mánuði. Eftir að honum snerist hugur í síðustu viku um að krefja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um vopnahlé í Úkraínu og sagðist Trump á mánudaginn þess í stað vilja fara beint í friðarviðræður vísaði hann til þess að hafa bundið enda á sex stríð og sagði það hafa gerst með friðarviðræðum en ekki vopnahléum. „Ég held að þú þurfir ekki vopnahlé.“ Þetta sagði Trump við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á mánudaginn. Þá sagði hann að önnur fylkingin gæti notað vopnahlé til að styrkja sig og það vildi hin hliðin ekki. Hann hafði fundað með Pútín nokkrum dögum áður. Í frétt Guardian er þó tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hann sjálfur ítrekað talað um vopnahlé í tengslum við þau átök sem hann segist hafa stöðvað. Í gær sagðist hann svo hafa bundið enda á sjö stríð og sagði að með því að binda enda á stríð vildi hann komast til himnaríkis. Sjá einnig: Segist vilja komast til himna Eins og fram kemur í frétt New York Times rata átök víðsvegar um heiminn iðulega á borði forseta Bandaríkjanna og Donald Trump hefur í mörgum tilfellum ekki hikað við að beita völdum sínum til að reyna að binda enda á þau. Meðal annars hefur hann hótað refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Í einhverjum tilfellum hafa deiluaðilar veitt Trump heiðurinn að því að binda enda á átök en í öðrum er aðkoma hans óljós og jafnvel umdeild. Þá eru önnur tilfelli þar sem átök hafa þegar hafist að nýju. Hvíta húsið hefur gefið út lista yfir þau átök sem Trump á að hafa bundið enda á, samkvæmt frétt BBC. Þar er um að ræða átökin milli Ísrael og Íran í júní. Átökin milli Indlands og Pakistan í vor. Átökin milli Rúanda og Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu. Átökin milli Armeníu og Aserbaídsjan. Meint átök milli Egyptalands og Eþíópíu og þá segist Trump hafa komið í veg fyrir átök milli Serbíu og Kósóvó. Ísrael og Íran Nýjustu átökin milli Ísrael og Íran hófust þann 13. júní í sumar með loftárásum Ísraela og stóðu yfir í tólf daga. Undir lok þeirra átaka tóku Bandaríkjamenn þátt í árásunum á Íran með árás á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran, sem talið er að hafi spilað stóra rullu í að binda enda á átökin, í bili. Ísraelar gátu ekki gert árásir á að minnsta kosti eina þessa rannsóknarstöðva og var hún eitt helsta skotmark þeirra. Þar að auki áttu Ísraelar ekki auðvelt með að halda áfram árásum í Íran, sem er í um 1.500 kílómetra fjarlægð frá Ísrael, um langt skeið. „Það var mér mikill heiður að RÚSTA öllum kjarnorkurannsóknarstöðvum og árásargetu, og síðan, STÖÐVA STRÍÐIÐ,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn eftir árásirnar. Eftir að átökunum lauk staðfestu Íranar aldrei að þeir hefðu samþykkt neins konar vopnahlé eða frið og liggur ekkert samkomulag fyrir milli ríkjanna. Ísraelar hafa sagst tilbúnir til að gera frekari árásir á Íran, stafi þeim ógn af ríkinu, en ráðamenn í Íran segjast hafa sigrað bæði Ísrael og Bandaríkin. Sjá einnig: Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna áætla að árásirnar hafi valdið skaða á þróuðustu rannsóknarstöð Íran, þar sem úran er auðgað, en telja að klerkastjórnin muni á endanum geta haldið auðguninni áfram á öðrum stöðum. Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur mikla líkur á því að núverandi friður sé einungis tímabundinn. Indverskir hermenn í Kasmír.AP/Dar Yasin Indland og Pakistan Eftir að vígamenn myrtu 26 óbreytta borgara Indlandsmegin í Kasmírhéraði í vor jókst spennan milli Indlands og Pakistan hratt. Á stuttum tíma fóru herir ríkjanna að skjóta eldflaugum og sprengikúlum yfir landamærin og kom til tiltölulega umfangsmikilla átaka yfir nokkra daga. Trump hefur eignað sér heiðurinn að því að hafa bundið enda á þau átök en deilt er um hve stóra rullu hann spilaði. Ráðamenn í Indlandi segja Pakistana hafa beðið um viðræður um vopnahlé vegna árása Indverja. Því neita Pakistanar og hafa þakkað Trump fyrir aðstoðina við að binda enda á átökin. Pakistanar hafa sagst ætla að tilnefna Trump til friðarverðlaunanna. Þetta hefur leitt til versnandi sambands milli Bandaríkjanna og Indlands og hefur það meðal annars sést á því hvernig Trump hefur beitt tollum. Pakistanar standa frammi fyrir nítján prósenta tollum en Trump hefur beitt fimmtíu prósenta tollum gegn Indlandi. Indverjar og Pakistanar hafa oft í gegnum árin gert árásir á hvora aðra og hafa þeir ekki gert friðarsamkomulag sín á milli. Rúanda og Austur-Kongó Fyrr á þessu ári stigmögnuðust langvarandi deilur milli Rúanda og Austur-Kongó enn eina ferðina þegar uppreisnarmenn M23 gerðu mannskæðar og umfangsmiklar árásir í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa lengi notið stuðnings Rúanda og var óttast að átökin myndu leiða til umfangsmikils stríðs milli ríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Sjá einnig: Óttast að átök verði að stóru stríði Æðstu erindrekar ríkjanna komu þó saman í Hvíta húsinu í júní, þar sem þeir skrifuðu undir vopnahléssáttmála og lýsti Trump því sem glæstum sigri friðar og hét því að auka viðskipti milli ríkjanna og Bandaríkjanna. Síðan þá hafa áframhaldandi viðræður ekki gengið eftir og átökin haldið áfram. Báðar fylkingar saka hina ítrekað um að brjóta gegn samkomulaginu. Leiðtogar M23 hótuðu því á mánudaginn að rifta samkomulaginu alfarið vegna meintra brota hers Austur-Kongó á því. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sökuðu í morgun uppreisnarmenn M23 um að myrða hundruð óbreyttra borgara í síðasta mánuði. New @HRW report confirms killing of 100s civilians by #Rwanda-backed #M23 in eastern #DRCongo in July 2025 - raising concerns of ethnic cleansing.#EU & MS should publicly condemn those crimes, call for end of all violations & sanction those responsible.https://t.co/EWJzce59iA pic.twitter.com/RAMBO56wsd— Philippe Dam (@philippe_dam) August 20, 2025 Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust eftir að fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna.AP/Taílenski herinn Taíland og Kambódía Til átaka kom milli Taílands og Kambódíu í síðasta mánuði. Þau hófust þegar fimm taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk á landamærum ríkjanna. Ráðamenn beggja ríkja sökuðu hina um að bera ábyrgð á upphafi átakanna en ríkin hafa deilt um löng landamæri sín í áratugi. Þau voru teiknuð fyrir rúmri öld, eftir að Frakkar lögðu Kambódíu undir sig. Trump lýsti því yfir þann 26. júlí að hann ætlaði að fara fram á að átökin yrðu stöðvuð og hótaði hann báðum ríkjum umfangsmiklum tollum. Bæði Taíland og Kambódía flytja mikið magn vara til Bandaríkjanna og myndu tollar koma verulega niður á þeim. Með milligöngu Malasíu komust ráðamenn ríkjanna að samkomulagi um vopnahlé þann 28. júlí og þann sjöunda ágúst náðist samkomulag sem ætlað er að draga úr spennu þeirra á milli. Leiðtogar beggja ríkja þökkuðu Trump fyrir aðkomu hans að viðræðunum þegar þeir skrifuðu undir vopnahléið. Armenía og Aserbaídsjan Fyrr í þessum mánuði tók Trump á móti leiðtogum bæði Aserbaídsjan og Armeníu í Hvíta húsinu, þar sem þeir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um að binda enda á langvarandi deilur og átök ríkjanna. Þó ekki hafi verið um friðarsáttmála að ræða hafa leiðtogar beggja ríkja sagt að Trump eigi skilið að fá friðarverðlaunin fyrir aðkomu hans að viðræðum milli ríkjanna. Sjá einnig: Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Deilur ríkjanna hafa að miklu leyti snúist um Nagorno-Karabakh héraðið, sem Aserar hernumdu árið 2023 og ráku Armena á brott. Þá sýndu Aserar mikla yfirburði gegn her Armeníu. Enn eru tálmar í veg langvarandi friðar milli ríkjanna. Aserar krefjast þess til að mynda að Armenar fjarlægi allar tilvísanir í Nagorno-Karabakh úr stjórnarskrá þeirra og þar að auki hafa þeir hernumið smá svæði í Armeníu, sem þeir segja nauðsynlegt að stjórna öryggis þeirra vegna. Landamæri ríkjanna eru enn lokuð og samskipti þeirra á milli takmörkuð. Egyptaland og Eþíópía Engin átök sem Trump gæti hafa bundið enda á hefur átt sér stað milli Egyptalands og Eþíópíu en þess í stað hafa ríkin átt í nokkuð miklum deilum um árabil. Deilurnar snúast um stærstu stíflu Afríku sem verið er að reisa í Eþíópíu og Egyptar og Súdanar óttast muni koma verulega niður á þeim og leiða til vatnsskorts og uppskerubrests. Stíflun árinnar Bláa Níl hófst árið 2011 en um áttatíu prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur úr þeirri á. Yfirvöld í Eþíópíu segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Trump sagði árið 2020 að ráðamenn í Egyptalandi hefðu hótað því að sprengja stífluna í loft upp og hefur hann nú eignað sér heiður að því að koma í veg fyrir átök ríkjanna á milli á undanförnum mánuðum. NYT segir Trump þó hafa lítið gert til að reyna að miðla milli ríkjanna, þó hann hafi sagst ætla að leysa málið fljótt. Ráðamenn í Eþíópíu hafi nýverið tilkynnt að stíflan sé fullsmíðuð og að hún verði formlega vígð í næsta mánuði. Enginn samningur liggur fyrir ríkjanna á milli og Egyptar segja viðræður hafa strandað. Serbía og Kósovó Svipaða sögu er að segja af átökunum milli Serbíu og Kósovó sem Trump segist hafa komið í veg fyrir. Forsetinn hélt því fram í lok júní að Serbar hafi ætlað að gera innrás í Kósovó. „Ég sagði, ef þið gerið það verða engin viðskipti við Bandaríkin. Þeir sögðu, jæja, kannski gerum við það ekki,“ sagði Trump. Mikill spenna hefur ríkt milli ríkjanna um langt og hún hefur aukist á undanförnum árum. Serbar hafa ekki viljað viðurkenna sjálfstæði Kósovó, sem ráðamenn þar lýstu einhliða yfir árið 2008. Yfir hundrað ríki hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó og NATO hefur sent friðargæsluliða þangað. Ekki hefur þó komið til átaka þeirra á milli og er fátt sem bendir til þess að Trump hafi í rauninni gert nokkuð til að viðhalda friði á svæðinu. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Samkvæmt BBC hefur Hvíta húsið vísað til þess að árið 2020, á fyrra kjörtímabili Trumps, hafi erindrekar ríkjanna skrifað undir samkomulag um aukna samvinnu í Hvíta húsinu. Samkomulag þetta hefur þó haft litlar raunverulegar afleiðingar.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Ísrael Íran Indland Pakistan Rúanda Austur-Kongó Nóbelsverðlaun Taíland Kambódía Armenía Aserbaídsjan Egyptaland Eþíópía Serbía Kósovó NATO Fréttaskýringar Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira