Segist vilja komast til himna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2025 07:23 Forsetinn sagðist eitt sinn vera viss um að móðir sín væri á himnum en hann væri ekki alveg jafn viss um föður sinn. Getty/Christopher Furlong „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira