Ísrael

Fréttamynd

Engin sönnunar­gögn bendla UNRWA við á­rásina

Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við um­fangs­miklar á­rásir á Íran

Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum.

Erlent
Fréttamynd

Segir af sér vegna mis­taka í kringum á­rás Hamas

Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu loft­á­rásir Ísraela í Íran frá 1979

Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar gera á­rás á Íran

Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan.

Erlent
Fréttamynd

Þing­for­setinn segist ekki ætla að fara fet

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafnaði því að segja af sér og ítrekaði vilja sinn til þess að afgreiða frumvörp um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandamenn í gær. Þrýstingur á Johnson innan eigin þingflokks eykst.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar sagðir búnir að á­kveða að svara fyrir sig

Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum.

Erlent
Fréttamynd

Um­fang á­rásarinnar kom á ó­vart

Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út.

Erlent
Fréttamynd

Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar

Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við eftir sím­tal frá Biden

Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við.

Erlent
Fréttamynd

Skutu nánast alla dróna og eld­flaugar niður

Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land for­dæmir á­rásina

Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 

Erlent
Fréttamynd

Út­koman sem allir óttuðust

Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið neitar að birta grein

Meðfylgjandi grein, Lágkúra illskunar?, var send Morgunblaðinu þ. 22. mars s.l. Greinin hefur ekki enn verið birt á síðum blaðsins og litlar líkur á því að svo verði. Greinin er svar við rangfærslum ritstjóra og blaðamanns Morgunblaðsins og á því fullt erindi til lesenda blaðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum

Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti.

Erlent