Mestu árásirnar hingað til, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 11:32 Mjög umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Úkraínu undanfarna daga. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24
Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34