Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 07:06 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki sáttur með framferði Pútín Rússlandsforseta og segist íhuga refsiaðgerðir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni. Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira