Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:34 Lögreglumenn á vettvangi morðsins á Andriy Portnov í Madrid í morgun. AP/Paul White Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira