Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 13:48 Fólk í Seoul í Suður-Kóreu horfir á myndband af norðurkóreskum hermönnum við æfingar í Rússlandi. AP/Ahn Young-joon Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands. Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands. Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þetta sögðu forsvarsmenn Leyniþjónustu Suður-Kóreu (NIS) þingmönnum á fundi í morgun. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra, stórskotaliðsvopna og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Suðurkóreumenn telja samkvæmt Yonhap fréttaveitunni að í staðinn hafi Kim fengið aðgang að skotpalli til að skjóta njósnagervihnöttum á braut um jörðu, drónatækni, búnað til að trufla raftæki og staðsetningartæki og loftvarnarkerfi. Einnig hafa átt sér stað viðræður milli ríkjanna um frekari samvinnu varðandi nútímavæðingu iðnaðar í Norður-Kóreu og samvinnu í orkumálum og ferðamennsku. Sérfræðingar NIS segja að um fimmtán þúsund farandverkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands. Sjá einnig: „Það er bara áfram og áfram“ Fyrstu hermennirnir voru sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í október en reynt var að fela þátttöku þeirra í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ráðamenn í Kreml og Í Pyongyang viðurkenndu að hermennirnir hefðu verið sendir. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í vikunni. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Kimdátarnir tilheyra sérsveit norður-kóreska hersins sem þjálfuð er til að berjast bak við víglínuna í stríði við Suður-Kóreu, með skemmdarverkum og banatilræðum, svo eitthvað sé nefnt. Frá því úkraínskir hermenn hörfuðu að mestu frá Kúrskhéraði hafa hermennirnir norðurkóresku sjaldnar tekið þátt í átökum. Hermennirnir eru þó enn í Rússlandi og NIS vill ekki útiloka að fleiri hermenn verði sendir til Rússlands.
Norður-Kórea Suður-Kórea Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29 Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02 Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17 Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48 Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. 29. apríl 2025 11:29
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. 28. apríl 2025 15:02
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. 28. apríl 2025 10:17
Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28. apríl 2025 06:48
Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. 27. apríl 2025 15:22