Víkingar skipta um gír Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Sölvi Geir Ottesen og hans menn þurfa að skipta um gír og við tekur heldur frábrugðið undirbúningstímabil frá því sem menn eru vanir. Vísir/Vilhelm Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót. Víkingur fór í vetur lengra en nokkurt íslenskt félag hefur gert í Evrópukeppni áður og féll naumlega úr leik fyrir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Um var að ræða fyrstu leikina undir stjórn Sölva sem segir Víkinga geta borið höfuðið hátt. „Það segir dálítið mikið að við göngum út úr þessari keppni, eftir að hafa rétt misst af 16-liða úrslitum, svona svekktir. Það sýnir kannski bara hvaða stað við erum komnir á að geta gefið Panathinaikos þetta góðan leik um þetta sæti,“ „Við horfum til baka mjög stoltir af frammistöðu okkar í Sambandsdeildinni. En nú er það búið og við getum farið að einbeita okkur að deildinni. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Lengsta tímabil íslensks liðs Tímabil Víkings í fyrra var því það lengsta í sögunni, frá undirbúningstímabili fram í febrúar í ár varði það í meira en tólf mánuði. Leikmenn og þjálfarar tóku stutt frí í kringum jól og áramót en enginn tími gefst til að slaka á nú, þegar aðeins um fimm vikur eru í fyrsta leik í Bestu deildinni. Því tekur við frábrugðið undirbúningstímabil þar sem félagið þurfti að segja sig úr Lengjubikarnum, sem öll önnur lið í Bestu deildinni taka þátt í. „Við þurftum að segja okkur úr Lengjubikarnum því það var bara ekki hægt að púsla þessum leikjum saman. Með þetta einvígi í Sambandsdeildinni inni í þessu öllu. Þannig að við höfum bara þurft að finna leiðir til þess að finna æfingaleiki. Svo förum við í æfingaferð 2. mars og svo erum við búnir að stilla upp æfingaleikjum eftir hana,“ segir Sölvi. Einn mótsleikur fram að deild Víkingar munu því ekki spila neina mótsleiki fram á deildarkeppninni, að einum undanskildum. Bose-mótið klárast yfirleitt fyrir áramót en aðeins úrslitaleikur þess stendur eftir. Sá fer ekki fram fyrr en skömmu fyrir mót og vonast Sölvi eftir að þeim leik muni líkja til „Svo á eftir að spila úrslitaleikinn í Bose-mótinu sem verður vonandi að stærri gerðinni og verður svolítið eins og meistarar meistaranna leikirnir. Úrslitaleikurinn er rétt fyrir mót við KR, ég held það sé spennandi að mæta á hann og það verði flottur leikur,“ segir Sölvi Geir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan . Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15 Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30 „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45 Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00 Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Víkingur fór í vetur lengra en nokkurt íslenskt félag hefur gert í Evrópukeppni áður og féll naumlega úr leik fyrir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Um var að ræða fyrstu leikina undir stjórn Sölva sem segir Víkinga geta borið höfuðið hátt. „Það segir dálítið mikið að við göngum út úr þessari keppni, eftir að hafa rétt misst af 16-liða úrslitum, svona svekktir. Það sýnir kannski bara hvaða stað við erum komnir á að geta gefið Panathinaikos þetta góðan leik um þetta sæti,“ „Við horfum til baka mjög stoltir af frammistöðu okkar í Sambandsdeildinni. En nú er það búið og við getum farið að einbeita okkur að deildinni. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Lengsta tímabil íslensks liðs Tímabil Víkings í fyrra var því það lengsta í sögunni, frá undirbúningstímabili fram í febrúar í ár varði það í meira en tólf mánuði. Leikmenn og þjálfarar tóku stutt frí í kringum jól og áramót en enginn tími gefst til að slaka á nú, þegar aðeins um fimm vikur eru í fyrsta leik í Bestu deildinni. Því tekur við frábrugðið undirbúningstímabil þar sem félagið þurfti að segja sig úr Lengjubikarnum, sem öll önnur lið í Bestu deildinni taka þátt í. „Við þurftum að segja okkur úr Lengjubikarnum því það var bara ekki hægt að púsla þessum leikjum saman. Með þetta einvígi í Sambandsdeildinni inni í þessu öllu. Þannig að við höfum bara þurft að finna leiðir til þess að finna æfingaleiki. Svo förum við í æfingaferð 2. mars og svo erum við búnir að stilla upp æfingaleikjum eftir hana,“ segir Sölvi. Einn mótsleikur fram að deild Víkingar munu því ekki spila neina mótsleiki fram á deildarkeppninni, að einum undanskildum. Bose-mótið klárast yfirleitt fyrir áramót en aðeins úrslitaleikur þess stendur eftir. Sá fer ekki fram fyrr en skömmu fyrir mót og vonast Sölvi eftir að þeim leik muni líkja til „Svo á eftir að spila úrslitaleikinn í Bose-mótinu sem verður vonandi að stærri gerðinni og verður svolítið eins og meistarar meistaranna leikirnir. Úrslitaleikurinn er rétt fyrir mót við KR, ég held það sé spennandi að mæta á hann og það verði flottur leikur,“ segir Sölvi Geir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan .
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15 Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30 „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45 Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00 Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. 25. febrúar 2025 23:15
Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. 26. febrúar 2025 07:30
„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. 25. febrúar 2025 14:45
Barðist við tárin þegar hann kvaddi Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. 20. febrúar 2025 10:00
Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. 19. febrúar 2025 17:55