Barðist við tárin þegar hann kvaddi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 10:00 Danijel Dejan Djuric, fráfarandi leikmaður Víkings. Vísir/Ívar Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira