Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“

„Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Breiða­blik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir

Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum ekki undir neinni pressu“

Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“

Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að segja það í þessu við­tali“

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Táningi hótað líf­láti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum

Þrátt fyrir að Bröndby-fólk hafi haft mikla ástæðu til að gleðjast í gærkvöld, eftir magnaðan 4-0 sigur gegn Víkingi sem kom liðinu í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þá vörpuðu ljót skilaboð til eins leikmanna liðsins skugga á fögnuðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði að lið hans hefði sýnt betri hliðar þegar liðið mætti Víkingi í kvöld á Bröndby-Stadion en það gerði í leiknum á Víkingsvellinum fyrir viku síðan. Bröndby komst áfram í fjórðu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla með 4-0 sigri í leik liðanna í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik fer til San Marínó

Breiðablik er á leiðinni til San Marínó og mætir Virtus í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudag og sá síðari á heimavelli Virtus þarnæsta fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sama til­finning og eftir tapið gegn Blikum“

Niko Hansen, framherji Víkings, var vitanlega vonsvikinn eftir 4-0 skell liðsins gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Bröndby-Stadion í kvöld. Danski framherjinn fékk úr litlu að moða í þessum leik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaup­manna­höfn

Bröndby gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur þegar liðið fékk Víking i heimsókn á Bröndby-Stadion í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eftir 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum sem fram fór í Fossvoginum snéri Bröndby taflinu sér í vil í Kaupmannahöfn og fer áfram í fjórðu umferðina með 4-3 sigri samanlagt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stuð á Víkingum í Kaup­manna­höfn

Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fót­bolta­leiki“

Sölvi Geir Otte­sen, þjálfari Víkings Reykja­víkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stór­liðinu Brönd­by í undan­keppni Sam­bands­deildarinnar í fót­bolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaup­manna­höfn.

Fótbolti