„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 14:45 Gylfi Þór Sigurðsson kynntur sem leikmáður Víkings Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn