Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2024 18:15 Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Fyrsta stóra farþegaþotan er væntanleg á fimmtudag. Greenland Airports Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. „Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar: Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar:
Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45
United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52