Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2019 20:40 Kim Kielsen mætir á vettvang ásamt drengnum, sem horfir til baka á Nuuk-flugvöll. Núverandi braut er aðeins 950 metra löng en leggja á nýja 2.200 metra braut við hlið hennar. Mynd/Naalakkersuisut. Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Innlent Fleiri fréttir Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sjá meira
Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Innlent Fleiri fréttir Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13