Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. Innlent 24.7.2025 11:43
Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Ást og gosmengun einkenndu andrúmsloftið í síðastliðinni viku og stjörnur landsins nutu lífsins eins og þeim einum er lagið hvort sem það var í brúðkaupum, afmælum, útlandaferðum eða öðru elegant fjöri. Lífið 21.7.2025 10:23
Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Viðskipti innlent 20.7.2025 08:46
Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 15:56
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki. Ferðalög 6. júlí 2025 09:00
Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Innlent 4. júlí 2025 13:01
Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Í sumar er tilvalið að gera sér ferð til fjalla og láta sér líða vel í faðmi náttúrunnar. Hálendið er nær en þú heldur og lítið mál að skjótast þangað í dagsferð á sumrin, hvort sem þú vilt keyra á eigin vegum eða skella þér í skipulagða ferð. Lífið samstarf 3. júlí 2025 14:04
Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lúxus tjaldútilegur eða glamping njóta vaxandi vinsælda hjá þeim sem vilja njóta úti í náttúrunni án þess að slá af þægindunum sem fylgja hótelgistingu. Lífið samstarf 2. júlí 2025 08:50
Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Skoðun 1. júlí 2025 11:32
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1. júlí 2025 11:17
Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. Innlent 21. júní 2025 11:14
Dæmdur skattsvikari beri enga ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins Forstjóri Úrvals Útsýnar segir að Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var árið 2021 fyrir skattalagabrot í tengslum við ferðaskrifstofur sínar en starfar nú sem ráðgjafi hjá Úrval Útsýn, hafi ekkert með fjármál fyrirtækisins að gera. Hann sjái aðeins um skipulagningu ferða. Viðskipti innlent 12. júní 2025 21:52
Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli. Innlent 10. júní 2025 15:57
Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Ástralska snyrtivörumerkið Bondi Sands og ferðaskrifstofan KILROY hafa sameinað krafta sína í spennandi samstarfi sem leiðir til draumaferðar til Ástralíu. Bondi Sands hefur síðastliðin ár orðið eitt það vinsælasta í heiminum. Vörumerkið heitir eftir einni frægustu strönd í Ástralíu, Bondi Beach og markmiðið að færa fólki hinn fullkomna sólkyssta ástralska ljóma. Lífið samstarf 10. júní 2025 09:47
Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Innlent 9. júní 2025 08:51
Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar einn heppinn viðskiptavinur N1 hlaut Gullna miðann sem tryggir honum frí flug með flugfélaginu Play í heilt ár. Þetta átti sér stað í þjónustustöð N1 á Ártúnshöfða í gær laugardag þar sem vinningurinn var afhentur við mikla viðhöfn. Lífið samstarf 8. júní 2025 10:01
Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Hvítasunnuhelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins þar sem landsmenn eru á faraldsfæti ýmist innanlands eða erlendis. Það er því nokkuð gefið að það verði mikill erill á stöðvum N1 víða um land og hjá flugfélaginu Play en fyrirtækin ákváðu af því tilefni að efna til risastórs ferðaleiks þar sem viðskiptavinir á stöðvum N1 um allt land geta unnið fjölda vinninga. Lífið samstarf 6. júní 2025 15:35
Play tekur flugið til Agadir Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026. Viðskipti innlent 27. maí 2025 10:16
Ábyrg ferðamennska Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Skoðun 27. maí 2025 08:47
Komdu með í ævintýri til Ítalíu Ítalía hefur nær allt upp á að bjóða fyrir gott sumarfrí. Ítölsk matargerð er fyrir löngu heimsþekkt, landið býður upp á heillandi sögu og fallegar borgir með gömlum bæjarhlutum. Ekki má svo gleyma ströndunum sem iða af lífi, fjöri og ylvogum sjónum. Lífið samstarf 20. maí 2025 08:57
Viltu kynnast töfrum Taílands? Taíland er einstaklega spennandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytta og litríka menningu, stórkostlega náttúru, magnaða sögu og auðvitað einstaka matargerð sem er þekkt um allan heim. Lífið samstarf 19. maí 2025 10:52
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15. maí 2025 12:29
Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Skoðun 15. maí 2025 12:02
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. Erlent 10. maí 2025 12:24