Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2019 20:52 Erlingur Jens Leifsson er verkefnastjóri Kalaallit Airports með flugvallagerðinni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Flugvallagerðinni sem er að hefjast á Grænlandi verður stýrt af íslenskum verkfræðingi, sem orðinn er verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallagerðin hefur með beinum hætti fléttast inn í valdatafl stórveldanna en eftir að Grænlendingar leituðu til Kínverja um að koma að verkefninu lýsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna yfir áhyggjum. Forsætisráðherra Danmerkur flýtti sér þá að koma með peningana sem tryggðu verkið. Bandaríkjamenn buðust líka til að borga en Trump forseti gekk ennþá lengra; vildi kaupa Grænland.Flugbrautin í höfuðstaðnum Nuuk, sem núna tekur aðeins við smærri flugvélum fyrir stuttar brautir, fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra, og mun þá geta þjónað stórum þotum.Grafík/Kalaalit Airports.Núna hefur flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, falið Íslendingi að halda utan um verkefnið fyrir sína hönd, Erlingi Jens Leifssyni. „Þetta er miklu stærra en ég hef komið nálægt áður. Þetta er spurning um tugi milljarða í íslenskum krónum í framkvæmdum og sprengingar í jarðvinnu, fyllingar upp á 6-7 milljónir rúmmetra á hverjum stað,“ segir verkefnastjórinn íslenski.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Erlingur á að baki nærri 40 ára starfsferil sem verkfræðingur, einkum hérlendis við vegagerð, virkjana- og álversframkvæmdir, og starfaði lengi hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, meðal annars við viðhald flugbrauta. Núna er verkefnið að byggja upp þrjá flugvelli í fyrsta áfanga; í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq. „Í Nuuk og í Ilulissat, það er að byrja núna, búið að semja við verktakann og hann byrjar núna í októberbyrjun. Svo reiknum við með þriðja vellinum, sem verður þá á Suður-Grænlandi, og verður boðinn út í janúar, ef öll plön fara eftir,“ segir Eringur.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, ræðir við Stöð 2 um flugvallaverkefnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, lýsti því í viðtali við Stöð 2 á dögunum hvernig flugvallauppbyggingin væri lykillinn að framtíð landsins.Sjá nánar hér: Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands En hvernig leggst það í Erling að takast á við þetta risastóra verkefni? „Þetta er mjög spennandi. Þetta er öðruvísi. Og ég horfi björtum augum fram á veg og geri ráð fyrir að þetta gangi bara upp hjá okkur.“ -Þetta verður bylting fyrir grænlenskt samfélag? „Algjörlega. Alveg stórkostleg bylting," svarar Erlingur Jens Leifsson, verkefnastjóri Kalaallit Airports. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Danmörk Fréttir af flugi Grænland NATO Varnarmál Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Flugvallagerðinni sem er að hefjast á Grænlandi verður stýrt af íslenskum verkfræðingi, sem orðinn er verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvallagerðin hefur með beinum hætti fléttast inn í valdatafl stórveldanna en eftir að Grænlendingar leituðu til Kínverja um að koma að verkefninu lýsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna yfir áhyggjum. Forsætisráðherra Danmerkur flýtti sér þá að koma með peningana sem tryggðu verkið. Bandaríkjamenn buðust líka til að borga en Trump forseti gekk ennþá lengra; vildi kaupa Grænland.Flugbrautin í höfuðstaðnum Nuuk, sem núna tekur aðeins við smærri flugvélum fyrir stuttar brautir, fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra, og mun þá geta þjónað stórum þotum.Grafík/Kalaalit Airports.Núna hefur flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, falið Íslendingi að halda utan um verkefnið fyrir sína hönd, Erlingi Jens Leifssyni. „Þetta er miklu stærra en ég hef komið nálægt áður. Þetta er spurning um tugi milljarða í íslenskum krónum í framkvæmdum og sprengingar í jarðvinnu, fyllingar upp á 6-7 milljónir rúmmetra á hverjum stað,“ segir verkefnastjórinn íslenski.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Erlingur á að baki nærri 40 ára starfsferil sem verkfræðingur, einkum hérlendis við vegagerð, virkjana- og álversframkvæmdir, og starfaði lengi hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, meðal annars við viðhald flugbrauta. Núna er verkefnið að byggja upp þrjá flugvelli í fyrsta áfanga; í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq. „Í Nuuk og í Ilulissat, það er að byrja núna, búið að semja við verktakann og hann byrjar núna í októberbyrjun. Svo reiknum við með þriðja vellinum, sem verður þá á Suður-Grænlandi, og verður boðinn út í janúar, ef öll plön fara eftir,“ segir Eringur.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, ræðir við Stöð 2 um flugvallaverkefnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, lýsti því í viðtali við Stöð 2 á dögunum hvernig flugvallauppbyggingin væri lykillinn að framtíð landsins.Sjá nánar hér: Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands En hvernig leggst það í Erling að takast á við þetta risastóra verkefni? „Þetta er mjög spennandi. Þetta er öðruvísi. Og ég horfi björtum augum fram á veg og geri ráð fyrir að þetta gangi bara upp hjá okkur.“ -Þetta verður bylting fyrir grænlenskt samfélag? „Algjörlega. Alveg stórkostleg bylting," svarar Erlingur Jens Leifsson, verkefnastjóri Kalaallit Airports. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Danmörk Fréttir af flugi Grænland NATO Varnarmál Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45
Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45