Grænland

Fréttamynd

„Nú er nóg komið“

Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég neyðist til að segja það hreint út“

„Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

„En við þurfum samt Græn­land“

Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland.

Erlent
Fréttamynd

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent
Fréttamynd

Eldur við flug­völl á Græn­landi

Eldur kviknaði í byggingu á vegum verktakafyrirtækisins Munck Gruppen við flugvöllinn í Ilulissat á Grænlandi. Eldurinn kom upp í matsal starfsmanna fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki Elds með málmana sem Trump girnist á Græn­landi

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Banda­ríkin eiga ekki að taka yfir Græn­land“

Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum.

Erlent
Fréttamynd

Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Græn­lendinga eftir á köldum klaka“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Græn­landi

Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugvallarþorp gæti öðlast fram­halds­líf

Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn.

Erlent
Fréttamynd

Ó­breytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu

Óbreytt klukka er stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu að sögn Erlu Björnsdóttur sálfræðings og sérfræðings um svefn. Hún eygir von um að stjórnvöld taki ákvörðun um að samræma klukkuna gangi sólar í ljósi þess að slík leiðrétting sé nú komin á dagskrá grænlenska þingsins, Inatsisartut.

Innlent
Fréttamynd

Amaroq stað­festir merki­legan fund sjald­gæfra jarð­málma

Fyrirtækið Amaroq hefur fundið sjaldgæfa jarðmálma í háum styrk á Suður-Grænlandi. Þetta er fyrsti fundurinn af þessum toga á því leyfissvæði fyrirtækisins þar sem málmarnir fundust eftir að fyrirtækið hóf námuvinnslu á Grænlandi. Greint er frá fundinum í tilkynningu Amaroq ltd. til Kauphallar í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa fundið Cessna-vélina

Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Erlent
Fréttamynd

Olíuboranir að hefjast beint norður af Ís­landi

Bandarískt olíuleitarfélag með höfuðstöðvar í Texas hefur hafið olíuleit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Líklegt er að þjónustu við olíuleitina verði að einhverju leyti sinnt frá Íslandi og er flugfélagið Norlandair á Akureyri byrjað að fljúga þangað með olíuleitarmenn.

Innlent
Fréttamynd

Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann

Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Stór­tap Air Greenland vegna aflýstra flug­ferða til Nuuk

Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni.

Erlent