Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson er búinn að taka viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Ferð sjónvarpsmannsins til Rússlands hefur vakið mikla athygli. AP Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Sjónvarpsmanninnum hefur verið sýnd gífurelga mikil athygli í Rússlandi. Carlson, sem er sjálfstætt starfandi og birtir viðtöl sín á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birti í gærkvöldi myndband þar sem hann fór yfir ástæður sínar fyrir því að taka viðtal við Pútín. Þar sagði hann meðal annars að vestrænir fjölmiðlar vildu ekki segja frá hlið Rússlands varðandi innrásina. Sjá einnig: Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í dag að Carlson hefði ekki rétt fyrir sér þegar hann sagði að enginn blaðamaður af Vesturlöndum hefði reynt að taka viðtal við Pútín. Carlson hefði engar upplýsingar um það. Peskóv sagði fjölmargar beiðnir um viðtöl hafa borist til Kreml en þeim hefði verið neitað, þar sem enginn vilji væri til að ræða við blaðamenn sem tækju einhliða afstöðu. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Þá sagði talsmaðurinn að Carlson væri ekki hliðhollur Rússlandi, né Úkraínu. Þess í stað væri hann hliðhollur Bandaríkjunum. Í það minnsta hefði hann öðruvísi skoðanir en „hefðbundnir angló-saxneskir fjölmiðlar“. Francis Scarr, blaðamaður BBC, fylgist með rússneskum fjölmiðlum. Hann hefur eftir Vladimir Solovyov, eini helstu málpípu Pútíns í Rússlandi, að viðtalið muni sýna fram á einhliða fréttaflutning um innrás Rússa. Leading Kremlin propagandist Vladimir Solovyov says Tucker Carlson s interview will "break through the blockade and the narrative of Putin s unprovoked, brutal invasion of Ukraine"So, just another opportunity for Putin to trot out his favourite talking points at length then pic.twitter.com/LFtisOGAlj— Francis Scarr (@francis_scarr) February 7, 2024 Carlson hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Vesturlanda við Úkraínu og borið út málflutning yfirvalda í Kreml um að Rússland beri ekki ábyrgð á innrásinni. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Ríkismiðlar Rússlands hafa um mánaðaskeið birt myndskeið af Carlson, að skipan yfirvalda. Mother Jones birti í fyrra frétt um minnisblað til rússneskra miðla um það hve mikilvægt það væri að básúna Carlson vegna gagnrýni hans á yfirvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu. Í minnisblaðinu ku vera tilvísun í ummæli Carlson þar sem hann sagði Rússa einungis vera að verja hagsmuni sína og tryggja öryggi sitt með innrásinni í Úkraínu. Rússneskir miðlar hafa sýnt ferð Carlson til Rússlands gífurlegan áhuga. Hér að neðan má sjá myndband sem gert var af fréttakonu Daily Beast sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. Í frétt Moscow Times er haft eftir heimildarmanni miðilsins úr Kreml að Rússar hafi lengi búist við Carlson. Hann sé velkominn í Rússlandi. Þá segir heimildarmaðurinn að jafnvel þó Carlson hefði ekki fengið viðtal við Pútín hefði forsetinn hagnast á ferð hans til Rússlands. Viðbrögðin við ferðinni sýndu það nú þegar. Þá segir annar að viðtalið verði sýnt í rússneskum fjölmiðlum og þá sérstaklega gagnrýni Carlson í garð Demókrata í Bandaríkjunum. Það muni hjálpa Pútín í komandi forsetakosningum og viðtalið muni sömuleiðis hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Moscow Times sagði frá því síðasta sumar að innan veggja Kreml hefði kviknað sú hugmynd að bjóða Carlson á svið með Pútín á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Í frétt miðilsins stóð þá að Carlson, sem væri einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, hefði lengi verið litinn jákvæðum augum í Kreml. Það væri vegna gagnrýni hans á Demókrataflokkinn og yfirvöld í Úkraínu. Erfiðar aðstæður fyrir fjölmiða í Rússlandi Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Ríkið situr í 164 sæti af 180 á lista Reporters Without Borders um fjölmiðlafrelsi í heiminum. Tveir blaðamenn sem vinna fyrir bandaríska fjölmiðla sitja í fangelsi í Rússlandi um þessar mundir. Það eru þau Evan Gershkovich, frá Wall Street Journal, og Alsu Kurmasheva frá Radio Free Europe. Gershkovich er sakaður um njósnir og hefur setið í fangelsi frá því í mars í fyrra. Gæsluvarðhald hans var síðast framlengt í lok janúar en ekki hefur verið opinberað hvenær réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Sjá einnig: Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Sjónvarpsmanninnum hefur verið sýnd gífurelga mikil athygli í Rússlandi. Carlson, sem er sjálfstætt starfandi og birtir viðtöl sín á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birti í gærkvöldi myndband þar sem hann fór yfir ástæður sínar fyrir því að taka viðtal við Pútín. Þar sagði hann meðal annars að vestrænir fjölmiðlar vildu ekki segja frá hlið Rússlands varðandi innrásina. Sjá einnig: Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í dag að Carlson hefði ekki rétt fyrir sér þegar hann sagði að enginn blaðamaður af Vesturlöndum hefði reynt að taka viðtal við Pútín. Carlson hefði engar upplýsingar um það. Peskóv sagði fjölmargar beiðnir um viðtöl hafa borist til Kreml en þeim hefði verið neitað, þar sem enginn vilji væri til að ræða við blaðamenn sem tækju einhliða afstöðu. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Þá sagði talsmaðurinn að Carlson væri ekki hliðhollur Rússlandi, né Úkraínu. Þess í stað væri hann hliðhollur Bandaríkjunum. Í það minnsta hefði hann öðruvísi skoðanir en „hefðbundnir angló-saxneskir fjölmiðlar“. Francis Scarr, blaðamaður BBC, fylgist með rússneskum fjölmiðlum. Hann hefur eftir Vladimir Solovyov, eini helstu málpípu Pútíns í Rússlandi, að viðtalið muni sýna fram á einhliða fréttaflutning um innrás Rússa. Leading Kremlin propagandist Vladimir Solovyov says Tucker Carlson s interview will "break through the blockade and the narrative of Putin s unprovoked, brutal invasion of Ukraine"So, just another opportunity for Putin to trot out his favourite talking points at length then pic.twitter.com/LFtisOGAlj— Francis Scarr (@francis_scarr) February 7, 2024 Carlson hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Vesturlanda við Úkraínu og borið út málflutning yfirvalda í Kreml um að Rússland beri ekki ábyrgð á innrásinni. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Ríkismiðlar Rússlands hafa um mánaðaskeið birt myndskeið af Carlson, að skipan yfirvalda. Mother Jones birti í fyrra frétt um minnisblað til rússneskra miðla um það hve mikilvægt það væri að básúna Carlson vegna gagnrýni hans á yfirvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu. Í minnisblaðinu ku vera tilvísun í ummæli Carlson þar sem hann sagði Rússa einungis vera að verja hagsmuni sína og tryggja öryggi sitt með innrásinni í Úkraínu. Rússneskir miðlar hafa sýnt ferð Carlson til Rússlands gífurlegan áhuga. Hér að neðan má sjá myndband sem gert var af fréttakonu Daily Beast sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. Í frétt Moscow Times er haft eftir heimildarmanni miðilsins úr Kreml að Rússar hafi lengi búist við Carlson. Hann sé velkominn í Rússlandi. Þá segir heimildarmaðurinn að jafnvel þó Carlson hefði ekki fengið viðtal við Pútín hefði forsetinn hagnast á ferð hans til Rússlands. Viðbrögðin við ferðinni sýndu það nú þegar. Þá segir annar að viðtalið verði sýnt í rússneskum fjölmiðlum og þá sérstaklega gagnrýni Carlson í garð Demókrata í Bandaríkjunum. Það muni hjálpa Pútín í komandi forsetakosningum og viðtalið muni sömuleiðis hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Moscow Times sagði frá því síðasta sumar að innan veggja Kreml hefði kviknað sú hugmynd að bjóða Carlson á svið með Pútín á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Í frétt miðilsins stóð þá að Carlson, sem væri einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, hefði lengi verið litinn jákvæðum augum í Kreml. Það væri vegna gagnrýni hans á Demókrataflokkinn og yfirvöld í Úkraínu. Erfiðar aðstæður fyrir fjölmiða í Rússlandi Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Ríkið situr í 164 sæti af 180 á lista Reporters Without Borders um fjölmiðlafrelsi í heiminum. Tveir blaðamenn sem vinna fyrir bandaríska fjölmiðla sitja í fangelsi í Rússlandi um þessar mundir. Það eru þau Evan Gershkovich, frá Wall Street Journal, og Alsu Kurmasheva frá Radio Free Europe. Gershkovich er sakaður um njósnir og hefur setið í fangelsi frá því í mars í fyrra. Gæsluvarðhald hans var síðast framlengt í lok janúar en ekki hefur verið opinberað hvenær réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Sjá einnig: Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
„Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45
Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27
Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20