Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2023 15:23 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Handtökuskipun hefur einnig verið gefin á hendur Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Sjá einnig: Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Saksóknarar og rannsakendur ICC hafa verið með ódæði rússneskra hermanna í Úkraínu til skoðunar um nokkuð skeið. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Sjá einnig: Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Pútín hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Hér má sjá yfirlýsingu frá Piotr Hofmański, forseta ICC, um handtökuskipunina. Hann segir dómarana vera að fylgja skyldum sínum samkvæmt lögum. Framhaldið velti á alþjóðasamfélaginu #ICC President Judge Piotr Hofma ski on recent arrest warrants against Vladimir Vladimirovich Putin and Maria Alekseyevna Lvova-Belova in the context of the situation in #UkraineMore info: https://t.co/5OMC7Xuuy5 pic.twitter.com/45bT4mHqIs— Int'l Criminal Court (@IntlCrimCourt) March 17, 2023 Í yfirlýsingu frá ICC segir að grundvöllur sé fyrir því að Pútín beri persónulega ábyrgð á því að börn hafi verið flutt frá Úkraínu og til Rússlands og því að stöðva ekki undirmenn sína og aðra í að fremja þessa glæpi. Lvova-Belova er einnig sögð bera ábyrgð á flutningunum. New York Times sagði nýverið frá því að saksóknarar ICC væru einnig að skoða markvissar árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Rússar hafa gert fjölmargar umfangsmiklar árásir á innviði og voru þær sérstaklega margar í haust. Þá fóru ráðamenn í Rússlandi ekki leynt með að árásunum var ætlað að valda almenningi skaða og leiða til fólksflótta frá Úkraínu. Framsal ólíklegt Verulega ólíklegt er að réttarhöld muni fara fram. Sérfræðingar segja litlar sem engar líkur á því að yfirvöld í Rússlandi muni nokkurn tímann framselja rússneska embættismenn eða hermenn. Óhætt er að segja að Pútín muni ekki framselja sjálfan sig. María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, segir handtökuskipun dómstólsins marklausa. Hún hafi enga þýðingu í Rússlandi, en Rússar hafa ekki skrifað undir Rómarsamþykktina. Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Ráðamenn í Rússlandi þvertaka fyrir að hermenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og alþjóðlegur rannsakendur hafa þó fundið mikið magn sönnunargagna sem benda til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir og þá sérstaklega á fyrri hluta innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“