Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 12:16 Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta. Getty/Sefa Karacan Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Rozkomnadzor sakaði blaðið um að hafa ekki skilað inn tilskildum gögnum um eigendaskipti, sem gerð voru árið 2006. Dmitry Muratov, ritstjóri blaðsins og Nóbelsverðlaunahafi, sagði fyrir utan dómsal eftir að dómur var kveðinn upp að málið væri af pólitískum toga og engin lagastoð væri fyrir banninu. Forsvarsmenn blaðsins muni áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að uppkveðnum dómi að þetta væri enn eitt höggið á frjálsa fjölmiðla í landinu. Hún hvatti stjórnvöld í Moskvu til að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Novaya Gazeta hefur verið hornsteinn í rússneskri fjölmiðlun frá því að blaðið var stofnað árið 1993. Blaðið hefur haft ákveðna sérstöðu á rússneskum fjölmiðlamarkaði sem eitt helsta rannsóknarblað landsins og fyrir að hafa haldið úti starfsemi þrátt fyrir aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum fjölmiðlum. Blaðið hætti tímabundið allri starfsemi sinni innan landamæra Rússlands eftir að hafa fengið áminningu fyrir að hafa brotið lög um umfjöllun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld hafa sett fjölmiðlum og almenningi miklar skorður þegar kemur að umfjöllun og umræðu um stríðið, sem hvorki má kalla stríð né innrás í Rússlandi. Síðan í mars hafa blaðamenn Novaya Gazeta haldið úti fréttaflutningi á internetinu en lokað hefur verið fyrir síðuna í Rússlandi. Muratov sjálfur er enn búsettur í Rússlandi og tók til að mynda stóran þátt í útför Mikhails Gorbachev, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem var góður vinur hans og stuðningsmaður. Það var Gorgbachev sjálfur sem fjármagnaði stofnun Novaya Gazeta á sínum tíma með peningum sem hann fékk þegar hann hlaut friðarverðlaun Nóbels.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“